1.000 % aukning hælisleitanda á einu ári – Spánverjar reisa nýjar, stórar flóttamannabúðir á Kanaríeyjum

Ný alda flóttafólks frá Afríku sem vill komast til Evrópu hefur skollið á Kanaríeyjum sem er vinsæll ferðamannastaður fólks hvaðanæva úr Evrópu. Það sem af er ári hafa 17 þúsund innflytjendur komið til eyjanna sem er aukning með eitt þúsund prósent miðaða við 2019 að sögn SABC eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Fáar konur eða börn eru í hópi flóttamanna sem mest virðast vera ungir menn

Flýr fólk m.a. alla leiðina frá Senegal á opnum litlum fiskibátum út á opið Atlantshaf og drukkna margir á leiðinni. Á myndbandinu má heyra ungan mann lýsa því að hann þurfti að greiða 700 dollara til að fá far og einnig móður rúmlega tvítugs manns sem freistaði gæfunnar sem kostaði hann lífið. Harmleikur fólksins er mikill og ljóst að fólk tekur áhættu til að komast í betri lífsmöguleika, þar sem stjórnvöld viðkomandi sinna ekki skyldum sínum. Kórónufaraldurinn hefur einng leitt til lokðara landamæra t.d. hjá Marókko og hafa því margir glatað lifibrauði sínu í ferðamannaiðnaðinum og reyna í örvæntingu að flýja yfir hafið til Kanaríeyjanna að sögn sænska sjónvarpsins.

Spánska ríkisstjórnin hefur lofað að reisa flóttamannabúðir fyrir 7 þúsund manns eftir að borgarstjóri Arguineguin á Kanaríeyjum sagði frá „ómanneskjulegum aðstæðum” með fjölda flóttamanna sem sofa undir berum himni og á annað þúsund flóttamanna strandaða við höfnina. „VIð stöndum frammi fyrir mannlegum harmleik og enginn getur eða má líta í burtu” segir Margarita Robles varnarmálaráðherra. Fleiri bráðabirgða flóttamannabúðir verða reistar á Gran Canaria, Teneriffa og Fuerteventura. Hefur flóttamönnum verið m.a. komið fyrir á tómum hótelum í kórónueinangrun og ástandið óviðunandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila