1.250 prestar segja bóluefnisvegabréf skapa „læknisfræðilega aðskilnaðarstefnu“ í Bretlandi

St. Pauls dómkirkjan í London (©Diliff CC 3.0/skorin mynd)

1.250 mikils metnir prestar í Bretlandi hafa varað við því, að innleiðing lögboðinna bóluefnisvegabréfa til að sækja kirkju muni skapa „læknisfræðilega aðskilnaðarstefnu“ og virka „sundrandi, mismunandi og eyðileggjandi.“

Nadhim Zahawi, ráðherra Bretlands yfir málum bólusetningavegabréfa, vinnur að áætlun um þvingandi kröfu vegabréfa við við aðgöngu að íþrótta- og atvinnuviðburðum, tónlistarhúsum og hátíðum. Viðskiptaráðherra Breta, Paul Scully, var spurður af útvarpsmanni LBC, Nick Ferrari, hvort víkka ætti ​​áætlunina þannig, að óbólusettum verði bannað að sækja kirkju, þá svaraði viðskiptaráðherrann: „Við útilokum ekkert.“

Eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá, þá hafa 1.250 prestar úr ýmsum kristnum trúfélögum undirritað opið bréf til Boris Johnson forsætisráðherra, þar sem varað er við því að „innleiðing bólusetningavegabréfa feli í sér siðlausa þvingun og vera brot á þeirri meginreglu að upplýsa fólk og því gert kleift að veita samþykki af frjálsum vilja.“

Bólusetningarvegabréf leiða til „endaloka þess frjálslynda lýðræðis sem við þekkjum og skapar eftirlitsríki“

Bent er á, að margir kristnir menn vilja ekki láta bólusetja sig vegna „alvarlegrar samvisku varðandi siðferði við framleiðslu eða prófun bóluefna.“ Einnig segir í bréfinu, að bólusetningarvegabréf séu hættuleg, þar sem þau „skapa tvíþætt samfélag með læknisfræðilegri aðskilnaðarstefnu, þar sem undirflokkur fólks sem hafnar bólusetningu verða útilokaður frá mikilvægum þáttum þjóðlífsins.“

„Þessi áætlun getur leitt til endaloka þess frjálslynda lýðræðis sem við þekkjum og skapa eftirlitsríki, þar sem stjórnvöld nota tækni til að stjórna ákveðnum þáttum í lífi borgaranna. Sem slík er þetta ein hættulegasta tillaga, sem fram hefur komið í sögu breskra stjórnmála“ aðvarar bréfið.

Sumir næturklúbbaeigendur í Bretlandi neita að framfylgja áætluninni og verði hún að lögum, þá munu vegabréfin mæta miklum erfiðleikum í framkvæmd. Mótmælendur bólusetningarvegabréfa fylltu götur í Grikklandi, Frakklandi, Ítalíu og í London laugardag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila