1 kafli: Kalifornía lögleiddi kannabis – önnur lög horfin í reyk vegna vaxandi glæpastarfsemi

Að sjá kannabis í rómantísku ljósi leiðir ekki til færri afbrota. Þvert á móti hefur Kalifornia aldrei haft jafn stór vandamál varðandi eiturlyfjahringi og eftir að kannabis var gefið frjálst (mynd Chmee2/wikicommons GNU FDL).

Reynsla Kaliforníu: Frjálst kannabis leiðir til aukinnar glæpamennsku, ofbeldis og dauða

Töluvert er rætt um að gefa kannabis frjálst, að leyfa neyslu kannabis og að það sé nú ekki eins hættulegt og af er látið. Oft gleymist þá, að kannabis er inngönguhlið margra í þyngri efni, hass, eiturlyf í pilluformi, krack og hvaða nöfnum svo sem eiturlyfin heita, að ekki sé talað um heróín. Mörg þessara efna gera viðkomandi háða frá fyrstu inntöku og sum gerviefni sett á markaðinn, sem drepa fólk jafnvel þótt einungis einni pillu sé kyngt.

Það sem nær alltaf gleymist í umræðunni hjá þeim ,sem vilja gera eiturlyfjaneyslu frjálsa, eru hagsmunir eiturlyfjahringja og glæpahópa sem græða háar fúlgur á fíklum slíkra efna. Þar er sannleikurinn um hinn harða heim, þar sem vopnin tala við uppgjör um markaðshlutdeild og innheimtu skulda. Í þeim heimi eru afbrot og spilling efst á blaði og sækja af fullum þunga inn kerfi hins opinbera.

Kalfornía er dæmi um frjálslyndi í þessum málum. Kalifornía leyfði maríjúana og sagt var að það myndi minnka ofbeldi og afbrot og ólögleg viðskipti. Hvernig er svo útkoman?

Los Angeles Times hefur rannsakað málið og útkoman er ófögur og í skærri andstöðu við málflutning þeirra sem vildu gera neysluna frjálsa. Útvarp Saga birtir frásögn Los Angeles Times í nokkrum greinum um þessa bitru reynslu, sem verður öðrum víti til varnaðar, sérstaklega þeirra sem vilja lögleiða kannabis. Þetta er fyrsta greinin og byggir á podkasti með viðtölum Gustavo Arellano og Paige St. John rannsóknarblaðamönnum Los Angeles Times. Ólöglegum ræktunum hefur fjölgað í hinum fræga „Emerald Triangle“ í Kaliforníu, svæði norður af San Francisco. Talið er að á milli 5.000 – 10.000 ólöglegar kannabisræktunarbýli séu í aðeins einni af þeim þremur sýslum sem mynda þríhyrninginn. Í dag komum ræðum við vandamálin sem hin ólöglega ræktun veldur.

Um 5 – 10 þúsund ólögleg kannabisbýli í gangi

Gustavo Arellano: Kjósendur í Kaliforníu lögleiddu kannabis árið 2016 og eitt af þeim málum, sem átti að leysa var ofbeldið og afbrotin, sem tengdust ólöglegum viðskiptum með eiturlyfin. En það hefur ekki gerst. Rannsókn Los Angeles Times sýnir, að ringulreiðin heldur áfram. Inni í hinum fræga „Emerald Triangle“ í Kaliforníu, svæði norður af San Francisco sem er þekkt fyrir kannabis, eru talið að um 5 – 10 þúsund ólögleg kannabisbú séu í gangi. Og það er aðeins í einni af þremur sýslunum sem mynda þríhyrninginn. Þessi ræktun undir ratsjánni fer illa með þau sveitarfélög, sem einu sinni voru friðsöm.

Gustavo: Ég er Gustavo Arellano. Þú ert að hlusta á The Times, nauðsynlegar fréttir frá L.A. Times. Það er miðvikudagur 14. september 2022. Í dag: myrka hliðin á því að lögleiða marijúana í Golden State. Samstarfsmaður minn á L.A. Times, Paige St. John, er rannsóknarblaðamaður og er hluti af djúpköfun okkar í vandamálin, sem Kalifornía hefur staðið frammi fyrir síðan hún lögleiddi kannabis. Paige, velkomin í The Times.

Paige St. John: Þakka þér fyrir. Ég er ánægður með að vera hér.

Gustavo: Þú og samstarfsmenn okkar fóru um ríkið til að skoða vandamálin með löglegt gras. Og þú einbeittir þér sérstaklega, að því að fá fram hversu stórt þetta mál er með öll ólöglegu kannabisbýlin. Og fyrir utan að ræða við fólk, þá kíktir þú líka gervihnattamyndir, því að eftirlitsmenn í Kaliforníu vita ekki umfangið á þessu öllu. Svo hvað fannstu?

Paige: Ég get sagt þér, að það er yfirþyrmandi. Ríkið kemur ekki með harðar upplýsingar. Til dæmis hefði verið hægt að búa til tölvuforrit með gervigreind ásamt því að taka gervihnattamyndir til að auðkenna kannabisbýlin. Það hefði getað náð yfir allt ríkið. En niðurskurður Covid-19 fjárlaga Newsom, var fótum kippt undan því. Og ríkið mun ekki einu sinni halda skrár býlin, sem rækta kannabis löglega í Kaliforníu. Við þurftum því að byggja okkar eigin gagnagrunn og byrjuðum alveg frá grunni. Ég notaði gervihnattamyndir. Fréttamenn okkar fóru í heimsóknir. Við höfum ferðast um allt ríkið. Við höfum talað við fólk í Trinity, San Bernardino frá einum enda fylkisins til annars til að reyna að skilja, hversu risastórt þetta er. M.a. fundum við sveitarfélög, þar sem allt var á hvolfi og endurspegla og skapa raunverulegan skilning á því sem er að gerast.

Reynslan frá Covelo

Gustavo: Já, einn af þeim stöðum sem þú heimsóttir var litla samfélagið Covelo í Norður-Kaliforníu. Hvers vegna sá staður?

Paige: Gervihnattamyndirnar náði yfir þúsundir ferkílómetra, sem skjalfestir þessa stórkostlegu aukningu í ólöglegri ræktun víðsvegar um Kaliforníu. Og það var einn staður sérstaklega sem sló mig virkilega, vegna allra breytinga, Round Valley Indian Reservation í Mendocino County.

Bærinn er í hálftíma fjarlægð frá næsta bæ, engin umferðaljós, ein matvöruverslun, tvær bensínstöðvar og um þúsund manns sem búa þar. Bærinn er undirlagður kannabis, bæði löglegum búum og ólöglegum, sem eru níu sinnum fleiri. Lyftistöng fyrir ólöglega markaðinn og hefur breytt öllu samfélaginu. Svo fyrir okkur varð þessi staður dæmi um það, sem gerst gerst á landsvísu.

Gustavo: Hvers konar breytingar urðu í Covelo?

Paige: Það hafa gríðarmiklar breytingar orðið í Covelo. Núna þurfa þeir að takast á við vopnuð rán, mannrán, skotárásir og morð. Það er langstærsta breytingin. Einnig eru umhverfisáhrif mikil, því enn er verið að deila sundur ám. Áhrifin eru mikil bæði á umhverfið og sjálft samfélagið.

Kat: Fólk var heilbrigt. Heilsaðist á götunni. Fólk var stolt af búskap sínum, hafði dýr og sá fjölskyldur sínar og allir unnu hörðum höndum.

Paige: Þetta er Kat Willits. Hún er skólastjóri og fyrrverandi ráðsmaður Indíána í Covelo. Hún keyrði mig um Covelo og sýndi mér, hvernig þessir ólöglegu bæir hafa breytt samfélagi hennar.

Kat: Þegar þú keyrir um núna, þá sérðu yfirgefna bíla, þú sérð rusl, þú sérð þessa yfirborðstilfinningu: mér er alveg sama um landið. Og það í sjálfu sér vanhelgar allt, sem innfæddir standa fyrir. Við erum fólkið sem fæddumst hér til að sjá um þetta land. Við erum hér til að sjá um vatnið og það höfum við gert í 20.000 ár. Á síðustu 300 árum, þá höfum við gefist upp á því. Og núna eru þeir að eyðileggja sitt eigið land með aukaafurðum kannabisframleiðslunnar.

Lýsing ættarhöfðingjans

Paige: Þessi ólöglegu fyrirtæki hafa yfirbugað Round Valley og á fundi samfélagsins árið 2021 varð ættarhöfðinginn, James Russ, að leita eftir hjálp annarra í héraðinu.

James Russ: Við leituðum að verktaka sem gæti aðstoðað okkur við að losna við marga eða alla bílana, sem liggja út um allt og eru skildir eftir á ólöglegan hátt. Ef bíll bilar á götu í Covelo, þá líður varla einn dagur, þar til búið er að brjóta allar rúðurnar og kveikja í bílnum. Þetta er algjörlega óþolandi og er að kaffæra okkur. Það verður að gera eitthvað.

Gustavo: Svo hver stendur fyrir þessari þróun, bæði löglegri og ólöglegri?

Paige: Þessi þróun kemur að miklu leyti frá innflytjendasamfélaginu í Kaliforníu. Fólk hefur komið frá Mexíkó, frá Kína, frá Argentínu. Þú hefur þessa venjulegu innflytjendur, sem koma frá öðru landi yfir sumarið til að vinna við framleiðslu á kannabis. Þeir eru kallaðir„trimmigrants.“ En fólk kemur einnig til að vinna önnur störf. Það er láglaunafólk, sem er ráðandi aflið í ræktun kannabis.

Gustavo: Í hvert skipti sem ég hugsa um innflutt vinnuafl, þá held ég líklega arðrán. Hefur rannsóknin leitt það í ljós fram að þessu?

Fengu ekki greidd laun og gera þarfir sínar í náttúrunni

Paige: Já heldur betur og þetta er mikið vandamál. Við höfum séð bæði lögleg og ólögleg býli, sem gerast sek um að borga ekki starfsmönnum og lofa þeim að þeir fái laun sín greidd í lok tímabilsins. Og svo óháð því hvort uppskeran selst eða ekki – og ef hún gerir það, þá er sagt við starfsmennina: „Því miður, óheppni. Þú færð enga peninga fyrir tímabilið.“ Ég hef hitt fólk sem hefur beðið eftir launum í eitt ár. Fólk sem á ekki fyrir mat, er fast á þeim stöðum sem það er á, vegna þess að það hefur ekki einu sinni peninga til að komast í burtu. Ofan á það eru hræðileg vinnuaðstæður á mörgum af þessum bæjum, ömurlegar aðstæður, engin hreinlætisaðstaða …

Einn sem ég hitti í rannsókninni var Dagoberto Morales. Hann er meðstjórnandi hagsmunasamtaka bændastarfsmanna í suðurhluta Oregon. Og hann vann reyndar sem bóndi á jarðarberjaökrunum í Suður-Kaliforníu. Og Dagoberto sagði mér, að aðstæður í þessum ólöglegu kannabisbúum í dag minni hann á hversu slæmt ástandið var á bæjunum sem hann vann hjá, farandverkafólki og öðrum farandverkamönnum, áður en þeir skipulögðu og knúðu fram breytingar. Ég meina – þeir búa við hliðina á býlunum. Þeir gera þarfir sínar í náttúrunni. Það eru engar sturtur. Þeir búa til bráðabirgða í drusluhúsnæði eins og heimilislausir.

Dagoberto Morales: Ég bjó reyndar í einum slíkum búðum áður.

Paige: Gerðirðu það?

Dagoberto: Já.

Paige: Og lifði fólk svona á níunda áratugnum þar?

Dagoberto: Mm-hmm. Já. já.

Paige: Og hver stoppaði það?

Dagoberto: Æ, ég held að það hafi komið með hreyfingu Cesar Chavez.

Paige: Já.

Chris Hall: Cesar Chavez tókst að stöðva það.

2. kafli umræðnanna kemur á morgun

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila