13 foringjar glæpahópa í Gautaborg dæmdir – allir eru innflytjendur

Gróf glæpaalda glæpahópa í Svíþjóð færist í aukana á hverju ári og er nú svo öflug, að yfirvöld hafa tapað baráttunni gegn glæpahópunum. Lögreglan segist ekki lengur ætla að ráða niðurlögum hópanna, heldur einbeita sér að draga úr áhrifum ofbeldisins á götum og torgum út. Nýlega voru 13 foringjar glæpahópa í Gautaborg dæmdir og skv. Göteborgs-Posten hafði enginn þeirra vestrænan bakgrunn. Miklar umræður eru í Svíþjóð um sambandið á milli hömlulauss fólksinnflutnings til landsins í mörg ár og vaxandi ofbeldi í landinu.

Afbrotafræðingurinn Amir Rostamis, sem GP ræddi við, segir að það sé ekki nóg fyrir marga innflytjendur að hafa þau forréttindi að koma til Svíþjóðar frá lágþróuðu landi og njóta allra þeirra kosta sem það hefur í för með sér. Þeir vilja „spennu og skjóta peninga“ segir Rostamis og lýsir því sem „grunnnefnara“ þess, að innflytjendur í úthverfum hafna heiðarlegu „þrælalífi“ og gerast glæpamenn með vopn í hendi sér.

Val á framabrautinni að gerast glæpamaður

Sjálfur telur Rostamis sig vera fordæmi um að hægt sé að velja aðra lífsleið fyrir þá sem vilja. Hann fæddist í Íran, kom hingað með fjölskyldunni sem farandmaður og ólst upp í Frölunda þar sem innflytjendur eru ríkjandi og vandamál eru mikil. Hann lýsir uppvextinum sem fullum af áhættum til að verða glæpamaður, en í stað þess að fara glæpabrautina, þá valdi hann að læra.

Að sögn Rostamis er langt í frá, að allir geti kennt því um, að þá skorti gáfur til að fara námsbrautina. Afbrotafræðingurinn telur, að það séu engir bjánar sem komast í forystu glæpahópanna, heldur hafa þeir kosið að nota gáfurnar til að skipuleggja og fremja glæpi í stað þess að gera eitthvað annað.

Gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið

Lögreglan áætlar að fjöldi virkra glæpamanna á „viðkvæmum“ svæðum, allt frá foringjum til sendisveina sé allt að 5.000 manns og þar af eru um 1.000 í Gautaborg. Næstum allir eru innflytjendur frá löndum utan Vesturlanda og hafa oft sótt um hæli sem flóttamenn.

Á virkasta tíma glæpaferilsins, sem nær venjulega yfir 15 ár, þá kostar hver þessara innflytjendaglæpamanna skattgreiðendur að meðaltali allt að 25 milljónir sænskra króna. Samtals er byrðin því um 125 milljarða sænskra króna fyrir samfélagið.

Í forystu glæpahópanna sem hlutu dóm eru allir fyrstu eða annarar kynslóðar innflytjenda. Tólf þeirra sitja nú á bak við lás og slá á meðan einn er á flótta undan réttvísinni.

Erfitt að snúa glæpamönnum ættbálka til heiðarlegs lífs

Þeir sem núna stjórna glæpsamlegu innflytjendaklíkunum í þeirra stað, er oft lítið vitað um og ef lögreglan veit eitthvað, þá skortir sannanir. Foringjarnir taka sjálfir ekki alltaf beinan þátt í glæpunum heldur eru heilinn á bak við glæpina og því erfitt að tengja þá beint við glæpi svo það nægi til sakfellingar í dómstól.

Úrval nýrra meðlima í glæpahópinn, þegar einhver fer í fangelsi eða er skotinn til bana er mjög mikið. Meðal ungra innflytjenda í úthverfum er oft litið á framabraut innan glæpahópanna með rósrauðum augum. Músík glæparappara er leikin í opinberum miðlum eins og útvarpi og sjónvarpi sem fegrar myndina af lífi glæpamannanna.

Flestir þeirra dæmdu hófu ungir glæpaferil sinn og oft tilheyra þeir fjölskyldum og ættum, sem hafa stundað glæpamennsku í nokkrar kynslóðir. Þegar háttsettur leiðtogi er skotinn til bana, þá tekur einver ættinginn við. Fyrir samfélagið er það næstum óviðráðanlegt að breyta þessum einstaklingum svo þeir hætti á glæpabrautinni og gerist heiðarlegir, segir Rostamis.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila