14 skotárásir og 9 sprengjutilræði á 14 dögum – Svíþjóð er dásamlegt

Menn úr sprengjudeild lögreglunnar virða fyrir sér skemmdir eftir sprengju

Maður veit ekki lengur hvort á að hlæja eða gráta en víst er að það myndast kökkur í hálsinn við að þurfa enn og aftur og eina ferðina enn að segja frá þeim raunveruleika í Svíþjóð sem gerir landið jafnfætis stríðshrjáðu landi í stað lands á „friðar”tíma. Ekkert annað land á friðartímum hefur jafn mikið ofbeldi og Svíþjóð. Fyrir hálfum mánuði síðan birti útvarp SAGA lista yfir nokkra helstu stórglæpi í Svíþjóð fram að þeim tíma. Hér er listi yfir helstu skot- og sprengjuárásir síðustu 14 daga

Skotárásir

27. september skotárás í Malmö, eldri maður handtekinn fyrir morðtilræði.
29. september skotárás í Härnösand, einn maður alvarlega særður
1. október skotárás í Falkenberg, skotið á fólk í bíl
2. október skotárás í Norður Stokkhólmi, einn maður drepinn
3. október skotárás í Stokkhólmi, einn særður á sjúkrahús
4. október skotárás í Uddevalla, sex handteknir
5. október skotárás í Stokkhólmi
6. október skotárás í Gautaborg, tveir særðir
7. október skotárás í Södertälje
7. október skotárás í Gautaborg
8. október skotárás Akalla Stokkhólmi, særður maður á sjúkrahús
9. október skotárás í Borås 16 ára piltur alvarlega særður á sjúkrahúsi
10. október skotárás í Falkenberg 18 ára kona skotin
11. október skotárás í Stokkhólmi, einn maður á sjúkrahús

Sprengjuódæði

29. september bílasprengja sprakk við kaupmiðstöð í Stokkhólmi að næturlagi, enginn slasaðist
2. október hárgreiðslustofa sprengd í Malmö, einn handtekinn
4. október sprengja í eða hjá vörubíl í Gautaborg
6. október handsprengja sprengd í Stokkhólmi
7. október bíll sprengdur í Malmö, rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum
8. október sprengja við fjölbýlishús í Helsingborg
8. október heimatilbúin sprengja sprakk í Gautaborg
11. október bíll sprengdur í Mullsjö
11. október sprenging í Gautaborg, ung stúlka slasaðist, fjórir handteknir

Athugasemdir

athugasemdir

Deila