150 þúsund mótmæltu covid-takmörkunum í mörgum borgum Hollands

Allt að 150 þúsund Hollendingar mótmæltu covid takmörkunum um helgina. Krefjast þeir, að yfirvöld aflétti öllum takmörkunum fyrir lok september. (sksk sænska sjónvarpið).

Sænska sjónvarpið greinir frá því, að allt að 150 þúsund mótmælendur í mörgum hollenskum borgum krefjast þess, að ríkisstjórnin afnemi covid takmarkanir, sem gilda fyrir næturlíf og stærri menningarviðburði í landinu. Fréttamiðillinn Omroep Brabant segir, að búist sé við að hollenska ríkisstjórnin komi með nýjar reglur þriðjudag 14. september.

Samtökin Unmut us skriva í opnu bréfi til hollensku ríkisstjórnarinnar: „Í Hollandi er leyfilegur fjöldi samkomugesta á utanhúsviðburðum vera 750 manns – í Belgíu eru það 75 þúsund manns. Þessi mismunur finnst, þótt fjöldi bólusettra og smitaðra er sá sami í báðum löndunum.“

Unmut us skipulagði mikil mótmæli í Amsterdam, Maastricht, Utrecht og í öðrum hollenskum borgum til að krefjast þess, að öllum covid takmörkunum verði aflétt að fullu. Í nærliggjandi löndum eins og Belgíu og Danmörku eru takmarkanir afnumdar en í Hollandi er tíminn settur á 1. nóvember, sem mótmælendum finnst óskiljanlegt og óréttlætanlegt. Í Hollandi verður fólk að hafa grímu í almennings samgöngum, við lestarstöðvar og á strætisvagnastöðvum. Þeir sem eru ekki að fullu bólusettir verða að taka covid próf til að fá að taka þátt í samkomum.

Á þriðjudag 14. september mun ríkisstjórnin halda blaðamannafund og kynna hvernig covid-takmörkunum er varið í Hollandi á næstu mánuðum. Mótmælendur vonast til, að ríkisstjórnin leyfi næturklúbbum að opna og einnig menningarviðburðum frá lok september í stað 1. nóvember.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila