182 tilkynntir látnir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 í Svíþjóð

Búið er að bólusetja um fjórðung Svía a.m.k. einu sinni. Um 9% hafa einnig fengið seinni sprautuna.

Á heimasíðu sænsku Lyfjastofnunarinnar eru birt gögn um aukaverkanir í sambandi við bólusetningu Svía gegn Covid-19. Þar er einnig tekið á móti tilkynningum um aukaverkanir á mjög aðgengilegan og auðveldan hátt fyrir þá sem vilja tilkynna um slíkar aukaverkanir.

Sagt er frá í opinberum skýrslum um yfirlit yfir aukaverkanir þriggja bóluefna fram að 21. apríl s.l. Eru það bóluefnin Comirnaty (Pfeizer), Covid-19 (Moderna) og Vaxzevria (AstraZeneca). Helstu aukaverkanir eru hiti, höfuðverkur, þreyta, hrollur, vöðvaverkir, bólgur, húðroði, ógleði, kláði, verkir í handleggjum, verkir í liðum og svimi. Einnig er greint frá fjölda andláta sem tilkynnt hafa verið í kjölfar bólusetningar í Svíþjóð á sama tímabili frá 27. desember 2020 fram að 21. apríl 2021.

159 látnir eftir bólusetningu með Pfeizer, 10 látnir eftir bólusetningu með Moderna og 13 eftir bólusetningu með AstraZeneca

Í skýrslunum kemur fram að 159 eru tilkynntir að hafa látist eftir að hafa verið bólusettir með bóluefninu Comirnaty frá Pfeizer.

Andlát í kjölfar bólusetningar með Comirnaty

10 hafa látist í kjölfar bólusetningar með Covid-19 frá Moderna.

Andlát í kjölfar bólusetningar með Covid-19

13 hafa látist í kjölfar bólusetningar með Vaxzevria frá AstraZeneca

Aandlát í kjölfar bólusetningar með Vaxzevria

Muninn í fjölda andláta eftir bóluefnum má setja í samband við fjölda bólusetninga en langflestir hafa verið bólusettir með bóluefni Pfeizers.

938 343 hafa fengið Covid-19 í Svíþjóð og 13 923 hafa dáið skv. opinberum tölum

Samkvæmt nýjustu tölum sænska sjónvarpsins hafa tæplega ein milljón Svía fengið sjúkdóminn og tæplega 14 þúsund hafa dáið. Búið er að bólusetja rúmlega 2 milljónir eða 25,5% Svía einu sinni og rúmlega 710 þúsund þeirra eða tæplega 9% Svía hafa einnig fengið seinni sprautuna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila