„1932 mun líta út eins og sunnudagaskóli“ – Steve Bannon og framkvæmdastjóri Ed Dowd vara við efnahagslegum hörmungum framundan

Ed Dowd, framkvæmdastjóri hlutabréfafjárfestinga og fyrrverandi framkvæmdastjóri Blackrock Portfolio var í viðtali hjá Steve Bannon á laugardaginn í „The War Room.“ Ed og Steve ræddu alvarleika efnahagskreppunnar, sem Bandaríkin standa frammi fyrir í dag. (Mynd sksk rumble).

Ekki lengur hægt að hækka vexti án þess að allt kerfið hrynji

Ed Dowd: „Seðlabankarnir hafa barist gegn verðhjöðnun síðan tæknibólan sprakk og það er það, sem þeir hafa verið að gera. Það er hörmung. Og þeir eru komnir á það stig, að harðstjórn skuldabréfastærðfræðinnar er orðin slík, að þeir geta ekki hækkað vexti án þess að allt kerfið hrynji.“

Steve Bannon: „Leyfðu mér að orða þetta á annan hátt. Við höfum þanið út eignir á pappírnum. Obama gerði það, þegar fjármálamarkaðirnir hrundu. Ekki satt? Þannig að þú færð eignaverðhjöðnun samtímis og peningakerfið er á flótta og allt stefnir í óðaverðbólgu. Alla vega þá fer verðbólgan úr böndunum. Ofan á hrun birgðakeðju í Kína sem hefur skapast vegna stefnu í 40 ár. Og ofan á það er þessi nýi, róttæki græni samningur, sem er að drepið orkukerfið. Þessir fjögur öfl sameinast og það er það, sem gerir þetta svo einstakt… Aldrei hefur verið fjallað um umfang þessa vandamáls nokkurs staðar. Árið 1932 mun líta út eins og sunnudagaskóli til samanburðar.“

Ed Dowd: „Ég held að þú eigir eftir að sjá langtíma skuldabréfin fara að hækka í verði vegna ávöxtunarkrafna. Það mun verða fyrsta vísbendingin um, að hagkerfið sé í alvöru byrjað að hrynja. Svo munu skammtímavextir fylgja í kjölfarið. Seðlabankinn mun segja, að þeir séu að berjast gegn verðbólgu og ef til vill hækka vextina einu sinni eða tvisvar í viðbót… En þeir geta ekki hækkað vextina. Þeir eru kolfastir. Og þess vegna mun nýtt peningakerfi koma til sögunnar.“

Steve Bannon: … „Það sem þeir reyndust hafa rangt fyrir sér, þegar þeir bókfærðu auðinn voru þessar stefnur og hvernig þær vinna gegn hverri annarri, við sitjum í súpunni. Þú segir, að ný peningastefna muni hrynja. Þess vegna dömur mínar og herrar, ef við breytum ekki stjórnmálastefnu þessarar þjóðar, þá eruð það þið sem horfið á þáttinn og börnin ykkar, sem verða fyrir tjóni. Það er þess vegna, sem Trumpismi, þjóðarhyggja og efnahagslegur popúlismi er eina lausnin fyrir þjóðina. Það finnst engin önnur lausn.“

Ed Dowd: …„Mig grunar, að öll þessi apabóluvitleysa og öll þessi afbrigði, sem við munum sjá í haustkosningunum, verði hönnuð til að reyna að breiða yfir efnahagshrunið.“

Horfið á umræðurna á myndbandinu hér að neðan:

Deila