20 hershöfðingjar vara Macron við frönsku „kynþáttastríði“

Frönsku herforingjarnir vara Emmanuel Macron Frakklandsforseta að hann muni fá blóð þúsunda dauðra í innanríkisstyrjöld ef hann grípi ekki þegar í taumana vegna vandamálanna innanlands.

20 hershöfðingjar á eftirlaunum og yfir 1.000 hermenn og liðsforingjar vara forseta Frakklands, Emmanuel Macron, við því að Frakkland sigli hraðbyri inn í innanríkisstyrjöld vegna múslímskra innflytjenda og vinstri hugmyndafræði. Segja hershöfðingjarnir að það verði nauðsynlegt að herinn grípi í taumana, ef franskir stjórnmálamenn leysi ekki vandann.

Bréfið var birt í blaðinu Valeurs Actuelles. Segja hershöfðingjarnir þrjár ástæður liggja til grundvallar því, að franska þjóðfélagið er á leið inn í „upplausnarástand.“

Í fyrsta lagi er það „antirasismen“ sem bréfahöfundar segja að vilji raunverulega koma á kynþáttastríði í landinu:

„Þeir hata landið okkar, hefðir þess og menningu. Þeir vilja leysa upp landið með því að afmá sögu þess og hið liðna.“

Önnur ástæða til upplausnar er íslamisminn og „úthverfahóparnir“ að mati hershöfðingjanna. Þeir reyna að skapa eigin landssvæði á franskri jörð með eigin lögum.

Þriðja ógnin er, hvernig franskir stjórnmálamenn – í stað þess að leysa vandamál, þá nota þeir hervædda lögreglu til að berja niður Frakka sem hafa fengið nóg og mótmæla eins og gulu vestin. Segir í bréfinu, að

„Ástandið versnar stöðugt, ofbeldið eykst dag frá degi. Hver hefði spáð því fyrir tíu árum síðan, að kennari myndi verða hálshögginn á leiðinni heim frá skólanum sínum?“

Vara Macron við afleiðingum innanríkisstyrjaldar ef ekki verði gripið í taumana

Við slíkar aðstæður geta „þeir sem þjóna þjóðinni“ í hernum ekki horft á aðgerðarlausir, segja hershöfðingjarnir. Leyfist þessarri þróun að halda áfram mun það fyrr eða síðar leiða til „sprengingar og íhlutunar félaga okkar sem eru í virkri þjónustu í hættulegu verkefni til að bjarga menningargildum og landsmönnum okkar.“

Bréfinu lýkur með viðvörun til Macron:

„Verði ekkert gert mun innanríkisstyrjöld morgundagsins binda endi á þessa vaxandi upplausn og þeir látnu, sem þú munt bera ábyrgð á, munu verða taldir í þúsundum.“

Franska ríkisstjórnin fordæmir opið bréf herforingjanna og líkir því saman við bergmál misheppnaðs valdaráns sem franskir hershöfðingjar reyndu gegn þávarandi forseta Charles de Gaulle fyrir 60 árum síðar. Frá því greinir The Times.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila