20 manns „hverfa” á degi hverjum í Kína – ný skýrsla um mannrán kommúnista

Í nýrri skýrslu mannréttindahóps Safeguard Defenders sem rannsakað hefur brottnám fólks í Kína er talið að um 30 þúsund manns hafi horfið síðan 2013. Segir Licas News að 20 manns muni að meðaltali „hverfa” á hverjum degi í Kína í ár í aðgerð ríkisins „heimilsvöktun á sérstökum stað” („Residential Surveillance at a Designated Location RSDL”). Fólkið er numið á brott af yfirvöldum án réttarhalda eða dómsúrskurðs og haldið innilokuðu á stöðum sem ekki fæst uppgefið hvar eru og haldið í einangrun í allt að sex mánuði til að kæfa gagnrýni á yfirvöld og stjórnarandstöðu. Í skýrslunni segir að fólki sé neitað að hafa samband við lögfræðinga og ættingjar og fjölskylda fá ekki að koma í heimsókn.

Brottflutningur fólks er löglegur skv. grein 74 í kínverskum refsingarlögum „um nauðungargeymslu” sem leyfir yfirvöldum að „koma grunuðum í nauðungaraðgerðir í sex mánuði.” Safeguard Defenders hafa reiknað út að um 30 þúsund manns hafi horfið með beitingu laganna frá 2013 miðað við opinbera dóma en segja að „raunveruleg tala fórnarlamba RSDL er miklu hærri þar sem fjöldi manns er numin brott án dóms.”

Brottnámskerfið hefur ekki vakið mikla athygli vegna þess hversu vel Kína hefur falið kerfið. „Þess vegna er það svo mikilvægt að eins miklum gögnum og mögulegt er sé safnað saman og gerð opinber til að varpa meira ljósi á þetta ógeðfellda kerfi” segir í skýrslunni. Kerfið er notað til að refsa pólitískum andstæðingum. Margir sem látnir eru lausir fá aldrei mál sín tekin fyrir hjäa dómstóli. Engar opinberar tölur eru til um þessa einstaklinga og því eru tölur skýrslunnar í miklum undirkanti.

Safeguard Defenders segja kerfið vera „fjöldamannránskerfi ríkisins.” Í alþjóðalögum er „útbreidd og kerfisbundin notkun á þvinguðu brottnámi fólks brot gegn mannréttindum.” Hópurinn hefur átt viðtöl við mörg fórnarlömb sem neitað var um alla réttaraðstoð. Skýrslan bendir á að öryggissveitir kínverska ríkisins „noti oft húsnæði sem ekki er leyft skv. lögum.” Safeguard Defenders hvetja aðlþjóðlega samfélagið að fordæma ríkisstjórn Kína fyrir að nota mannránskerfi sem brjóti gegn almennum mannréttindum og „grípa til allra aðgerða til að kerfið verði lagt niður. Annars munu þúsundir fleiri Kínverjar verða fyrir barðinu á kerfinu og Kína getur einnig flutt kerfið út til annarra landa í Suðaustu- og Mið Asíu.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila