200 samtök biðja Bill Gates að hætta að fjármagna gjörsamlega misheppnaða „græna byltingu” í Afríku

Milljarða dollara Bandalagi Grænu byltingarinnar hefur „ótvírætt mistekist verkefni sitt“ og „skaðað víðtæka viðleitni til að styðja við afríska bændur“ segir í bréfi 200 samtaka til Bill & Melinda Gates Foundation.

200 samtök undir forystu Bandalags um matvælafullveldi í Afríku báðu í bréfi nýlega Bill & Melinda Gates stofnunina, bandarísku stofnunina fyrir alþjóðlega þróun og aðra styrktaraðila að hætta fjármögnun Græna byltingarinnar í Afríku (AGRA). Milljarða dollara átakið hefur „ótvírætt mistekist í verkefni sínu“ og „skaðað víðtækari viðleitni til að styðja við afríska bændur,“ sögðu hóparnir.

Bandalag Grænu byltingarinnar ekki málsvari Afríkubúa

Hóparnir skiluðu bréfi sínu þegar fjárfestar söfnuðust saman á fundi African Green Revolution Forum nýlega í Naíróbí í Kenýa. Hinn árlegi fjáröflunarviðburður, sem Yara International áburðarfyrirtækið stofnaði, er „hannaður til að efla pólitískan vilja“ um stefnu og fjárfestingar í sjálfbærri umbreytingu í landbúnaðinum. Málþingið, sem fjármagnað er af fyrirtækjum í efnaiðnaði og með styrkjum einkaaðila og annarra samstarfsaðila, sagðist ætla að „lyfta hinni einu samhæfðu afrískri rödd“ fram á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum.

Afrískir hópar og margir aðrir segja, að Sameinuðu þjóðirnar hafa hunsað þá, því þeir hafi reynt í tvö ár að fá leiðtoga Sameinuðu þjóðanna til að berjast fyrir mannréttindum, fullveldi matvæla og vistfræði.

Anne Maina, forstjóri Líffræðifélags Kenýa sagði: “Nei nei nei. Við erum hér til að segja það skýrt og skorinort, að Bandalag Græna byltingarinnar í Afríku talar ekki fyrir hönd Afríkubúa.“ Hópur hennar og hundruðir annarra sniðganga leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna, vegna þess að þeir segja að fundurinn hafi verið hertekinn af fyrirtækjum og styrktaraðilum, sem ýta undir tæknilausnir fyrir hungur en hunsa kerfisbreytingar sem eru nauðsynlegar til að taka á hungri og fátækt.

Að forseti AGRA, Agnes Kalibata, stýrir matvælaþingi Sameinuðu þjóðanna eru hagsmunaárekstrar, segja gagnrýnendur, því AGRA hefur einnig fjáröflun fyrir eigin verkefni.

Gates og Rockefeller komu misheppnuðu „Grænu byltingunni“ til Afríku ár 2006 – átti að tvöfalda tekjur 30 milljóna Afríkubænda en jók í staðinn hungur um 50% í löndum sunnan Sahara

Hungur hefur versnað til muna frá því að stofnanir Gates og Rockefeller leiddu mikið átak til að koma „grænu byltingunni“ til Afríku árið 2006. AGRA leggur höfuðáherslu á að færa bændur frá hefðbundnum fræjum og ræktun yfir í tilbúin fræ og áburð og önnur aðföng til rækta fyrir heimsmarkaðinn. Bill Gates spáði því að aðgerðirnar myndu auka framleiðni landbúnaðarins, draga úr hungri og lyfta smábændum úr fátækt.

AGRA hefur aflað meira en milljarðs dollara, aðallega frá Gates Foundation, með loforðum um að það myndi tvöfalda ávöxtun og tekjur 30 milljóna afrískra bænda og auka fæðuöryggi um helming árið 2020. Í staðinn hefur fjöldi alvarlegs vannærðs fólks í Afríku sunnan Sahara fjölgað um næstum 50 prósent síðan 2006 skv. nýjustu hungursskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan dregur upp ógnvekjandi mynd af áframhaldandi matarkreppu í Afríku sem versnaði vegna heimsfaraldursins.

Í bréfi til styrktaraðilanna sögðu gagnrýnendur AGRA, að áratuga rannsóknir hafi afhjúpað mistök grænu byltingarinnar. AGRA hvetur stjórnvöld í Afríku frekar til að einbeita sér að því að auka hagnað landbúnaðarins frekar en að finna kerfisbundnar lausnir.

Fræðilegar rannsóknir sýna, að AGRA og hin mikla græna bylting hafi haft lítil sem engin jákvæð áhrif á smábændur í Afríku. Skýrslur sem birtar voru árið 2020 af Tufts Global Development and Umhverfisstofnuninni og afrískum og þýskum hópum fundu sáralitla framleiðnisaukningu og engar vísbendingar um meiri tekjur fyrir smábændur. Sönnunargögnin benda einnig til þess að bændur séu að yfirgefa næringarríka, loftslagsþolna ræktun, svo sem hirsi, til að rækta maís.

AGRA ósammála gagnrýninni en hefur sjálft ekki birt heildstæða skýrslu til að auka trúverðuleika orða sinna

AGRA var ósammála rannsóknunum en hefur ekki birt heildstæða skýrslu um árangurinn á 15 árum. Hin háleitu markmið 2020 voru fjarlægð af vefsíðu AGRA í fyrra, á sama tíma og hópurnn var endurskipulagður með hjálp McKinsey & Company. Andrew Cox yfirmaður stefnumála segir:

„Á sviði bændi leggur AGRA áherslu á að skapa skilyrði fyrir smábændur til að fá aðgang að afurðaaukandi aðföngum (fræ, jarðvegsáburður, góð búfræðileg vinnubrögð til að fá betri afrakstur við venjulegar aðstæður) og auðveldar einnig aðgang að geymsluaðstöðu, og markaði til að selja afgangsframleiðslu sína“ sagði Cox. „Hugsun okkar um tekjur bænda hefur þannig færst yfir í að vera samhengissértækari og tengjast því sem við getum haft bein áhrif á.” Hann sagði að AGRA muni birta fullt mat á árangri og framförum í lok áætlunartímabils síns 2021.

Hann lýsti einnig yfir gremju með skýrslu Tufts þar sem hún gagnrýndi AGRA. „Notuð voru gömul gögn á landsvísu, þar á meðal um Zambíu, þar sem við höfum ekki verið starfandi í mörg ár. Það er ekki hægt að framreikna gögnin á það svæðisbundna starf sem við vinnum,“ skrifaði Cox í tölvupósti. „Þetta hefur verið afar svekkjandi, ekki síst þar sem umbreyting landbúnaður í Afríku er erfiður og við ættum öll að reyna að læra að styðja við bændur, sem hafa haft ansi hráa samninga áratugum saman.”

AFSA hóparnir sögðu hins vegar, að viðleitni AGRA og Gates-stofnunarinnar hafi verið uppífrá og ekki hafi verið hlutstað á áhyggjur smáframleiðenda í Afríku.

„Við fögnum fjárfestingum í landbúnaði í álfunni okkar,“ skrifaði Million Belay, doktor og Bridget Mugambe hjá Bandalaginu fyrir matvælafullveldi í Afríku (AFSA) í nýlegri grein í Scientific American. „En við leitum þeirra í lýðræðislegu formi og móttækilegu fyrir fólkið, sem er kjarni landbúnaðarins.

500 trúarleiðtogar biðja Gates að hætta – því aðgerðir hans dýpi mannúðarkreppu í Afríku – „Núll viðbrögð“ frá Gates Foundation

AFSA skrifaði öllum fjárfestum AGRA í júní og bað þá um, að leggja fram rannsóknir sem styðja hagkvæmni AGRA. Afríkuhóparnir fengu fáein svör og engar trúverðugar vísbendingar um hagkvæmni AGRA fyrir bændur eða almenning. Afrískir trúarhópar sendu einnig bréf til Gates Foundation í júní undirritað af 500 trúarleiðtogum, sem biðja stofnunina að hætta fjármögnun stóriðnaðarbúa einræktareldis. Sögðu þeir þetta líkan „dýpka mannúðarkreppuna í Afríku.

Francesca de Gasparis, forstöðumaður umhverfisstofnunar trúarbragðasamfélaga í Suður – Afríku (SAFCEI) sagði, að engin eða „núll viðbrögð“ hefðu komið frá Gates Foundation: „Við erum vægast sagt afar vonsvikin“ sagði hún. „Við leggjum fram mjög mikilvægt vísindalegt atriði, sem er að þetta landbúnaðarlíkan … hentar ekki Afríkubúum.”

Gates stofnunin svaraði heldur ekki bréfi AFSA, né bandarísk stjórnvöld, sem hafa eytt 90 milljónum dollara af peningum skattgreiðenda síðan 2006 til að fjármagna AGRA. Hvorki Gates Foundation né USAID svöruðu beiðnum um umsögn frá US Right to Know.

Hrós frá Rockefeller Foundation

Roy Steiner, framkvæmdastjóri matvælaverkefnis hjá Rockefeller stofnuninni, sagði við US Right to Know að stofnun hans vinni að svari við bréfi AFSA. „Eins og með verkefni, þá hefur AGRA átt nokkur afar farsæl frumkvæði og heinnig sinn hluta af áskorunum.“ „Í heildina finnst okkur þetta hafa verið árangursrík áætlun – einkum að byggja upp getu afrískra vísindamanna, frumkvöðla og bænda til að taka eigin ákvarðanir.”

Steiner sagði að hann væri „sérstaklega stoltur af þeim hundruðum jarðvegsfræðingum og plönturæktendum (með verulegri þátttöku kvenna) sem þróa ræktun fyrir umhverfi Afríku og eru að byggja upp afrískt sjálfstraust.” Til marks um framvindu AGRA benti hann á nýjustu skýrslu AGRA um fræ- og sáningarkerfið og skýrslu samstarfsaðilans One Acre Fund.

Á kafi í löggjöf um einkaleyfi á fræjum og viðskipti sem eru sérstaklega erfið fyrir smábændur

Afrísku hóparnir eru lítið hrifnir af skýrsluaðferðum AGRA og segjast ekki hafa séð neinar vísbendingar sem breytt gæti skoðun þeirra á því, að afstaða AGRA skaði Afríku. Vinna AGRA við frælög sem vernda einkaleyfi á fræjum og refsa fyrir viðskipti með fræ „er sérstaklega erfið fyrir smábændur í Afríku,“ skrifuðu SAFCEI de Gasparis og Gabriel Manyangadze í grein sem birtist í nokkrum afrískum fréttamiðlum í síðustu viku. Segja þau að verið sé að „stórvæða fræin” sem grafi undan heilbrigðri þekkingu og komi á miðstýrðu framleiðslukerfi sem dragi úr getu smábænda. „Landbúnaður sem er rekinn á forsendum AGRA um heiminn, hefur reynt að sannfæra ríkisstjórnir og fjármálastofnanir að þetta sé svarið til að leysa hungurvandamál heimsins með aukinni framleiðslu.”

„Hins vegar hefur þessari aðferð verið hafnað með rannsóknum á matvælakerfum og fyrir að vera gjörsamlega árangurslaus. Heimurinn á ekki við matvælavanda að stríða heldur er hungur afleiðing af skorti á aðgengi og ójafnrétti.

Timothy Wise, höfundur skýrslu Tufts frá 2020, sem gagnrýnir AGRA, fann einnig galla í nýlegri skýrslu AGRA. Skýrslan „veitir nokkur gögn en engar sannfærandi vísbendingar um framfarir“ í átt að helstu markmiðum AGRA, skrifaði Wise í umsögn sinni. Hann sagði að nýja skýrslan endurtekur sama vandamál og fyrri AGRA -skýrslur, þar sem „óljós gögn eru notuð án heimilda.”

Bill Gates er „800 punda górilla“ í samningaviðræðum

Það sem er mest ámælisvert í AGRA skýrslunum, skrifaði Wise, er „þráhyggjuáhersla“ AGRA á blendinga maísfræ sem þarf að kaupa árlega. „Í einu lýsandi dæmi lýsir Rúanda yfir sjálfbærni – ekki í matvælum, heldur í blandaðri maísfræframleiðslu.” Wise segir, að AGRA og Gates Foundation ýti á lög um einkavæðingu fræja um alla Afríku.

Wise sagði á blaðamannafundi AFSA í síðustu viku, að Bill Gates væri „800 punda górillu“ í sal samningaviðræðna um matvælakerfi. „Gates fer þangað sem hann vill og gerir það sem hann vill. Hann starfar á bak við tjöldin til að hafa áhrif á stefnu og lög í Afríkuríkjum með svo mikil áhrif og án ábyrgðar. Enginn talar um þetta. Gates er að leika afskaplega hættulegan leik.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila