2020 – einn mesti efnahagssamdráttur í sögu Bretlands – meiri en í Kreppunni Miklu 1921

Breska ljónið er sært vegna allra hremminga 2020 en þá dróst efnahagurinn saman um 9,9% sem er ívið meira en í alheimskreppunni sem kölluð er Kreppan Mikla árið 1921.

CNBC greinir frá því að efnahagskerfi Bretlands hafi dregist saman um 9,9% árið 2020. Þetta er mesta mælda efnahagsfall í nútímasögu landsins. Fallið er tvöfalt meira en í fjármálakreppunni 2009 og verra en í Kreppunni Miklu 1921 en þá dróst efnahagurinn saman með 9,7%. Fara verður alla leiðina aftur til ársins 1709, tímabil Frostanna miklu, þegar efnahagurinn minnkaði 13,34%. Þremur árum áður 1706 féll efnahagurinn enn dýpra með 15.3%.

Í efnahagskönnun Refinitiv bjuggust hagfræðingar við um 8% falli 2020 og að efnahagurinn bætti sig um hálft prósent á fjórða ársfjórðingi. Efnahagsfallið varð því snöggtum verra en menn sáu fyrir en batinn betri á fjórða ársfjórðungi með 1% hagvexti.

„Annus horribilis”

Hitesh Patel fjárfestir hjá Quilter Investors sagði árið hafa verið „Annus horribilis” eða „Hryllingsár” með þríeyki opinberrar heilsukreppu, efnahagslegum lokunum og óvissumálum varðandi Brexit. Hann sagði „Engu að síður, þá er árið 2020 gengið til sögunnar og Bretland á lofandi seinni hluta árs núna miðað við heppnaða bólusetningarherferðir. Það gæti samt farið úr böndunum ef einhver stökkbreyting veirunnar gerði bóluefnin gagnslaus en í augnablikinu hefur okkur tekist að forða okkur frá tvöfaldri dýfu og vonandi verður lokunum aflétt og þær tilheyra sögunni fljótlega.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila