246 bólusettir í Michigan veikir í COVID-19 – 3 látnir

Að vera bólusettur að fullu gegn COVID-19 kemur ekki í veg fyrir að veikjast í sjúkdómnum og til og með það alvarlega að það leiðir til dauða. Í Michigan sýna gögn, að 246 íbúar reyndust jákvæðir fyrir COVID-19 meira en tveimur vikum eftir að hafa verið bólusettir að fullu. Tilfellin voru skráð frá 1. janúar til 31. mars. Ellefu íbúanna voru lagðir inn á sjúkrahús og þrír létust, sagði talsmaður heilbrigðismálaráðuneytisins (MDDHS) í samtali við The Epoch Times. Fólkið sem dó var allt 65 ára eða eldra.

Smitin uppgötvuðust í vikulegum yfirferðum á gögnum um öll staðfest og líkleg tilfelli af COVID-19. Embættismenn ríkisins bera saman sjúkdómsskrár við skrár yfir einstaklinga sem hafa verið bólusettur að fullu, sem þýðir að tvær vikur eru liðnar frá því að maður hefur fengið tvo skammta af bóluefni.

„Þessir einstaklingar hafa mælst jákvæðir með smit 14 eða fleiri dögum eftir síðasta skammt af bóluefni. Sumir þeirra munu að lokum verða teknir af listanum, vegna þess að þeir halda áfram að sýna jákvætt próf af nýlegri sýkingu, þrátt fyrir að hafa verið bólusettir að fullu“ segir talsmaður heilbrigðisyfirvalda í Michigan.

Sumir þurfa lengri tíma til að mynda ónæmi við veirunni en aðrir

Samkvæmt Lyfjastofnuninni er Pfizer bóluefni talið 95 prósent árangursríkt til að koma í veg fyrir alvarleg einkenni COVID-19, Moderna 94 prósent og Johnson & Johnson um 67 prósent. „Þó að meirihluti þjóðarinnar fái fulla vörn innan 14 daga eftir endanlega bólusetningu virðist lítill hluti þurfa lengri tíma til að mynda mótefnasvörun að fullu“ sagði talsmaðurinn.

Embættismenn hvetja íbúana að sýna varúðarráðstafanir eins og að bera grímu utandyra, þvo hendur og halda fjarlægðarmörk, þrátt fyrir fulla bólusetningu.

Í Washington-ríki greindu yfirvöld frá því í síðustu viku að þau vissu um 102 slík tilfelli bólusettra sem veiktust þrátt fyrir að hafa verið bólusettir að fullu. Átta sjúklingar þurftu á sjúkrahúsvist að halda og tveir létust.

Í bréfi, sem birt var 23. mars í New England Journal of Medicine, greindi hópur lækna frá Kaliforníu frá því, að af 36.659 heilbrigðisstarfsmönnum sem voru mældir eftir að hafa fengið einn eða tvo skammta af COVID-19 bóluefni, reyndust 379 jákvæðir fyrir COVID-19 einum degi eftir bólusetningu.

Smit mælist hjá bólusettum á elliheimilum í Svíþjóð

Á elliheimilinu Solgården í Klågerup hafa a.m.k. fimm innibúandi og tveir starfsmenn smitast af veirunni, þrátt fyrir að hafa verið bólusettir að fullu. Camilla Gren deildarstjóri segir við sænska útvarpið að hún „sé örvæntingarfull. Þetta var ekkert sem maður gat átt von á eftir að búið er að bólusetja fólk. Maður verður raunverulega óttaslegin. Búist var við, að eftir bólusetningu eigi fólk að vera öruggt en þetta sýnir að það er engan veginn hægt að vera það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila