25 þúsund hermenn verja Biden við innsetningarathöfn í embætti forseta – Óttast vopnaðar óeirðir í 50 borgum Bandaríkjanna

Önnur eins hergæsla við nær mannlausa innsetningarathöfn innkomandi Bandaríkjaforseta er einsdæmi í sögu Bandaríkjanna.

Gríðarlegur undirbúningur er fyrir innsetningarathöfn Bandaríkjanna núna á miðvikudag sem verður ein sú óvenjulegasta í sögu Bandaríkjanna. Innkomandi forseti sver eiðinn venjulega á tröppum þinghússins. Venjulegri fagnaðargöngu á Pennsylvania Avenue hefur verið aflýst en oft eru mörg hundruð þúsundir Bandaríkjamanna viðstaddir til að fagna komu nýja forsetans. Áhorfendapallar nálægt Hvíta Húsinu verða ekki með í ár sem gerir athöfnina að einni minnstu innsetningarathöfn í sögunni.

Þrátt fyrir að fólk sé beðið um að mæta ekki, þá verður þetta ein mest verndaða innsetningarathöfn sem sögur fara af. Þetta er í fyrsta sinn sem innsetningarathöfnin hefur verið skilgreind sem Sérstakt þjóðaröryggismál ekki bara dögum fyrir heldur heilli viku áður en atburðurinn fer fram.

Allar samgöngur lokaðar, t.o.m. bannað að vera á reiðhjólum

Steypublokkir hindra alla bílaumferð í nágrenni þinghússins

Eftir árásina á þinghúsið hafa yfirvöld undirbúið sig undir að uppþot og vopnuð átök í kjölfarið geti endurtekið sig og orðið jafnvel verra. Um 25 þúsund þjóðvarðliðar eiga að gæta þess að ekkert fari úr skorðum. Öryggisráðstafanirnar eru svo umfangsmiklar að bærinn liggur nánast niðri. Búið er að loka nálægum neðanjarðarlestastöðum og götur bæjarins nánast tómar. Lokað hefur verið á allar samgöngur, strætisvagna og jafnvel hjólreiðar bannaðar. Flestar búðir eru lokaðar og neglt fyrir glugga margra.

Trump hefur áður gefið út þá tilkynningu að hann muni ekki verða viðstaddur athöfnina. Hann mun því ekki fylgja með í bílalest Biden sem er venjan. Þetta er samt ekki í fyrsta skiptið sem forseti neitar að vera við innsetningarathöfn nýs forseta, John Adams annar kjörinn forseti Bandaríkjanna fór frá Washington áður en innsetningarathöfn Jefferson fór fram 1881. Ástandið nú og klofningur í fylkingar minnir á ástandið þá.

Innsetningarathöfn Roosevelt tók aðeins 15 mínútur

Einna helst er hægt að líkja innsetningarathöfninni núna við fjórðu og síðustu innsetningarathöfn Franklin D. Roosevelt, sem sór eiðinn 20. janúar 1945 að sögn John Gizzi, stjórnmálaskríbents hjá Newsmax. Roosevelt vildi hafa athöfnina einfalda vegna heimsstyrjaldarinnar sem kostaði líf hundruð þúsunda Bandaríkjamanna. Innsetningarathöfnin tók aðeins 15 mínútur.

Þessi byggingarverkamaður er ekki ánægður með ástandið í borginni
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila