250 milljónir loftslagsflóttamenn á leiðinni – ESB verður að opna sig meira

Sænska ESB-þingkonan Soraya Post segir í viðtali við TV4 að von sé á 250 milljónum nýjum loftslagsflóttamönnum innan 20 ára og að loka eigi landamæravörslu ESB Frontex. Peningana á að nota í staðinn til að “skapa öruggar leiðir hælisleitenda til Evrópulanda.”

Soraya Post komst á ESB-þingið sem fulltrúi Kvennafrumkvæðisins Feministiskt Initiativ. Litlar líkur eru á því að FI nái manni á þing í komandi ESB-þingkosningum. “Okkur finnst að ESB eigi að loka Frontex, því það er alldeilis of dýrt. Í staðinn á að nota peningana til að skapa öruggar leiðir fyrir hælisleitendur. Það eru svo gríðarlega margir sem flýja stríð og pyndingar. Mér finnst að ESB eigi að verða opnara og virða rétt hælisleitenda.”  Post vill koma á róttækri femínískri loftslagsstefnu en í dag meinar hún að ríku löndin flytji framleiðsluna til fátækari landa: “Sem þýðir samkvæmt WHO heilsusamtökum Sameinuðu þjóðanna, að við fáum 250 milljónir loftslagsflóttamenn á næstu 20 árum” segir Soraya Post.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila