4 látnir eftir uppþot gærdagsins í Washington – konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbitt

Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Washington í gær

Eftir uppþotið í gær, þegar mótmælendur réðust inn í þinghúsið, liggja 4 í valnum; ein kona sem var skotin af manni í þinghúsinu og þrír aðrir sem sagðir hafa dáið af „læknisfræðilegum” ástæðum, þ.e.a.s. að dánarorsökin er óljós, þar til búið verður að rannsaka málið. Yfir 50 voru handteknir.

Konan sem var skotin til bana var Ashli Babbit frá Kaliforníu, fyrrum starfsmaður flughersins og stuðningsmaður Trump. Náðist atburðurinn á myndband, sem sýnir þegar maður með byssu skýtur skoti gegnum rúðu á hurð á Ashli Babbit sem fellur í gólfið. Myndbandinu hefur verið dreift á netið og sjá má það hér að neðan.

Ekki er ljóst hver það er sem hélt á byssunni og skaut Ashli Babbitt en samkvæmt heimildum New York Post var hún skotin af lögreglumanni borgarinnar.

Robert J. Contee, lögreglustjóri Metropolitan lögreglunnar sagði á blaðamannafundi í morgun að þrír aðrir hefðu einnig dáið við þinghúsið en ekki hægt að greina frá dánarorsökum á þessarri stundu. „Við höldum að það hafi verið læknisfræðilegt neyðarástand hjá sérhverjum þeirra og munum upplýsa um það svo fljótt og við fáum að vita um ástæðurnar.”

Viðvörun! Rétt er að vara viðkvæma við að horfa á myndskeiðið.

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila