40% af slökkviliðsmönnum Los Angeles láta ekki bólusetja sig

Margir þeirra sem vinna sjúkrahússtörf í Bandaríkjunum, læknar og hjúkrunarkonur, láta ekki bólusetja sig eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá. Núna bætast slökkviliðsmenn í Los Angeles í hópinn en 40% þeirra mættu ekki þegar bólusetning fór fram. Upprunalega var mikill áhugi á bólusetningu meðal slökkviliðsmanna að sögn Breitbart en áhuginn hefur kólnað verulega. Tæplega 4 af hverjum 10 láta ekki bólusetja sig og virðist það vera útbreidd afstaða hjá þeim sem standa í framvarðarlínunni í mörgum starfsgreinum að sögn The Los Angeles Times.

Rætt um að setja lög sem skylda fólk að bólusetja sig

Bæði í Los Angeles og í Svíþjóð og eflaust á fleiri stöðum er rætt um að setja lög sem skylda meðborgarana að bólusetja sig við covid-19. Verður þá hægt að víkja þeim starfsmönnum úr starfi sem ekki vilja taka sprautuna. Eric Garcetti borgarstjóri Los Angeles íhugar þvingandi skyldu fyrir slökkviliðsmenn og starfsmenn sjúkrahúsa að bólusetja sig gegn covid-19.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila