40 glæpaættbálkar „hafa komið til Svíþjóðar eingöngu til að fremja glæpaverk“

Mats Löfving yfirmaður NOA og aðstoðar ríkislögreglustjóri Svíþjóðar. Mynd: Johan Fredriksson/Wikipedia

Í viðtali við sænska útvarpið Ekot í morgun segir aðstoðar ríkislögreglustjóri Svíþjóðar Mats Löfving að ættbálkar sem búsetji sig í Svíþjóð í þeim eina tilgangi að fremja glæpi breiði úr sér um allt og séu nú 40 talsins. Dregur Mats upp afar dökka mynd af ástandinu og segir glæpanetin reyna að hafa áhrif á stjórnmálin í landinu og jafnvel ná stjórn á Svíþjóð.

Rekur Mats hvernig þessi þróun hófst 2012 og lögreglan brást við með að kortleggja glæpahópana í svo kölluðum útsettum hverfum (í daglegu tali no-go zones) sem í tvígang hefur verið uppfært. Átta sinnum fleiri glæpir eru framkvæmdir á þessum svæðum en öðrum í Svíþjóð. Lýsir Mats Löfving sænskum stjórnmálamönnum sem „jó-jó akstursmönnum, sem skilji ekki ástandið“ þrátt fyrir skýrslur lögreglunnar um vandann. „Enn finnum við ekki að við höfum fullan stuðning samfélagsins.“

Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því, að lögreglan vilji fá leyfi til að hlera síma og samskipti fólks jafnvel þó það sé ekki opinberlega grunað um neitt glæpsamlegt. Lögreglan vill geta gert þetta til að spora upp glæpamenn og nota í baráttunni gegn glæpahópunum. Gróf dagleg glæpastarfsemi eins og orðin er í Svíþjóð þekkist ekki í öðrum löndum.

„Við finnum ekkert mótsvarandi land í Evrópu“ segir Mats Löfving og segir að það „skorti sönnunargögn til að útskýra“ af hverju Svíþjóð sker sig svo mikið frá sambærilegum löndum.

Hann nefnir „aðlögun innflytjenda“ sem dæmi og segir að margir stjórnmálamenn hafi barnalega afstöðu til málanna, þar sem allir innflytjendur sem koma til Svíþjóðar vilja ekki aðlagast samfélaginu og verða hluti af Svíþjóð. Samkvæmt Mats hafa hvorki meira né minna en 40 ættbálkar innflytjenda tekið bólfestu í Svíþjóð í þeim eina tilgangi að fremja glæpi. Mats segir það torvelda lögreglunni að komast að glæpamönnunum í þessum netum þar sem glæpabálkarnir byggjast blóðböndum.

„Brúðkaup eru haldin til að styrkja ættbálkinn. Börnin eru alin upp til að taka við af þeim eldri og munu aldrei verða hluti sænska samfélagsins. Frekar reyna þau að ná stjórn á stjórnmmálamönnum til að stjórna Svíþjóð og eru mjög hættulegir.“

Ættbálkarnir eru rótgrónir í mörgum sænskum borgum. „Þessir 40 ættbálkanet glæphópa sem eingöngu hafa komið til Svíþjóðar til að fremja glæpi vinna sífellt að því að ná meiri völdum. Þeir hafa mikinn ofbeldiskraft og þeir vilja græða peninga sem hægt er að gera með eiturlyfjasölu, ofbeldisafbrotum, fjárkúgunum. Hóparnir komast inn í viðskiptalífið og stjórnmálin. Markmiðið er að fá hlutverk í opinberri stjórnun í sveitarfélögum og jafnvel hjá ríkinu“ segir Mats Löfving við skelkaðan fyrirspyrjandann.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila