40 lögreglumenn særðust í óeirðum í Belfast Norður-Írlandi

Óeirðalögreglan í viðbragðsstöðu í uppþotunum miðvikudagskvöld í Belfas.

Óeirðir brutust út í Belfast milli írskra þjóðernissinna og sambandssinna sem vilja að Norður-Írland tilheyri áfram Bretlandi. Hafa sambandssinnar lýst megnri óánægju með Brexit, því búið er að skipa nýja sjávarlögsögu fyrir Írland í heild sem eitt land sem sambandssinnar óttast að sýni að N-Írland verði sameinað Írlandi. Hefur verið rósturssamt að undanförnu en átökin blossuðu upp miðvikudagskvöld og réðst múgur á lögreglu, kastaði bensínsprengjum og kveikti í strætisvögnum. Helstu stjórnmálaleiðtogar Norður-Írlands hafa fordæmt ofbeldið með sameiginlegri yfirlýsingu eftir kreppufund um ástandið: „Skemmdarverk, ofbeldi og ofbeldishótanir er óverjanlegt athæfi og óásættanlegt burtséð hvort órói sé í samfélaginu” segir í yfirlýsingunni frá stjórnmálamönnum svæðisþingsins sem m.a. Arlene Foster formaður sambandsflokksins DUP skrifaði undir. Boris Johnson forsætisráðherra Breta hefur „miklar áhyggjur” vegna ofbeldisins.

Óttast að N-Írland verði alfarið skorið frá Bretlandi

Var mikið af ungu fólki, alt niður í 13 ára aldur, í óeirðunum að sögn BBC. Meira en 40 lögreglumenn særðust í átökunum við Shankill veginn í hverfi mótmælenda en meirihluti íbúanna þar eru sambandssinnar, þ.e.a.s. hliðhollir Bretum. Átök voru einnig á aðskilnaðarlínum milli kaþólskra íbúa og lúterstrúar. Sambandssinnar óttast, að Norður-Írland verði skorið frá Bretlandi eftir Brexit. Vakið hefur reiði að meðlimir Sinn Féin þjóðernisflokks sjálfstæðs Írlands voru ekki kærðir fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum við stóra jarðaför. Grunnt er á friði milli hópanna og haldi óeirðirnar áfram geta átökin vaxið.

Stjórnmálamenn á Norður-Írlandi reyndu að róa málin og fordæmdu ofbeldið. Boris Johnson tísti að samræður séu leið til lausnar en ekki ofbeldi eða glæpamennska. Anna-Maja Persson hjá sænska sjónvarpinu segir að „með heitara veðri og árstíð sem oft hefur leitt til ofbeldis, þá held ég að ástandið eigi eftir að versna á Norður-Írlandi.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila