48 brennuvargar handteknir í Frakklandi fyrir að kveikja skógarelda

Loftslagsdómsdagsmenn og upphitunartrúboðar benda á skógarelda sem dæmi um að endalok jarðar séu í nánd. Sagt er að skógareldar séu afleiðing af upphitun jarðar, sem valdi sjálfsíkveikju. Núna hafa 48 manns verið handteknir í Frakklandi – grunaðir um að hafa kveikt skógarelda.

Í sumar greindu fjölmiðlar, þar á meðal sænska ríkissjónvarpið, ítrekað frá skógareldunum sem herjuðu í Suður-Evrópu. Í þáttunum var því haldið fram, að um leið og hlýnar yfir sumartímann, kvikni í skógunum af sjálfu sér og er það notað sem hræðsluáróður í harðri markaðssetningu meginmiðla um loftslagstrúarbrögðin, sem meirihluti ríkisráðinna blaðamanna styður samkvæmt könnunum. Útvarp Saga greindi frá íkveikjum í Ástralíu 2020.

12 manns þegar dæmdir

En tilgátur meginmiðla reynast rangar og orsök eldanna allt önnur en upphitun loftslagsins. Allt að 48 manns hafa verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að hafa kveikt skógarelda, sem eyðilögðu meira en 65.000 hektara skóglendi í landinu segir Göteborgs-Posten.

Talsmaður frönsku lögreglunnar segir, að langflestir hinna handteknu séu karlmenn. Aldurinn er mismunandi frá ólögráða unglingum til ellilífeyrisþega – og að sögn fulltrúa lögreglunnar hafa brennuvargarnir „alls konar bakgrunn.“

Af þessum 48 hafa 12 manns hver um sig þegar verið dæmdir í tveggja ára fangelsi. Ekki kemur skýrt fram, af hvaða hvötum brennuvargarnir hafa kveikt skógarelda með slíkum skelfilegum afleiðingum og hvort þeir hafi verið hvattir til þess að einhverjum aðilum en fjölmiðlar hafa minna vilja greina frá þeim möguleikum og ýtt undir hræðsluáróður um upphitun jarðar í staðinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila