50 ólöglegum innflytjendum var flogið til paradísareyju elítunnar – sem kallaði á herinn til að reka þá burtu

Á miðvikudaginn lét ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis (repúblikani) flytja 50 ólöglega innflytjendur til Martha’s Vineyard, eyju í Massachusetts, sem er þekkt fyrir lúxushús og að vera vinsæll sumarstaður auðugra Bandaríkjamanna. Fulltrúar eyjarinnar voru allt annað en hrifnir að þurfa að taka á móti flóttamönnum en íbúarnir kjósa að mestu demókrata. Endaði málið með að herinn var kallaður, sem þurfti þá að fljúga tilbaka til meginlandsins með flóttamennina og koma þeim til bráðabirgða í húsnæði hersins (mynd publ. flickr).

Öll ríkin ættu að deila byrðunum – ekki bara handfylli ríkja sem kjósa repúblikana

Taryn Fenske, fulltrúi ríkisstjóra Flórída, sagði í viðtali við Fox News á miðvikudaginn:

„Flórída getur staðfest að tvær flugvélar ólöglegra innflytjenda, sem komu til Martha’s Vineyard í dag, voru hluti af flutningsáætlun ríkisins til að flytja ólöglega innflytjendur til griðastaða. Ríki eins og Massachusetts, New York og Kalifornía munu gæta betur að þessum einstaklingum sem þeir hafa boðið inn í landið okkar með því að hvetja til ólöglegs fólkinnflutnings og loforðum um „griðastað“ samkvæmt stefnu Biden-stjórnarinnar um opin landamæri.“

Fox 13 segir að ríkisstjórar repúblikana sendi ólöglega innflytjendur til staða þar sem demókratar ráða í mótmælaskyni við innflytjenda- og öryggisstefnu Biden-stjórnarinnar með galopin landamæri í suðri. Ríkisstjóri Flórída De Santis segir:

„Sérhvert samfélag í Bandaríkjunum ætti að deila byrðunum. Þær eiga ekki að lenda á handfylli rauðra ríkja (ríki sem kjósa repúblikana/gs).“

„Glæpur gegn mannkyni“ að senda 50 flóttamenn til eyju ríka fólksins

Áður hafa ríkisstjórar Texas og Arizona sent þúsundir hælisleitenda með rútum til New York, Chicago og Washington DC. DeSantis gekk skrefi lengra og sendi fimmtíu hælisleitendur til lúxus sumarparadísarinnar með flugvél. Aðgerðir ríkisstjóra Repúblikana í Flórída eru ekki vel liðnar af stjórnmálaandstæðingum hans. Bæði Joe Biden forseti og Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra hafa gagnrýnt DeSantis og segir Hillary Clinton í viðtali við MSNBC, að DeSantis stundi „mansal. Hin umdeilda þingkona demókrata, Alexandria Ocasio-Cortez gengur enn lengra og kallar aðgerðir stjórnmálamanna repúblikana – án þess að nefna nein nöfn – „glæpi gegn mannkyninu.“

Á Martha’s Vineyard var komu farandfólksins illa tekið. Stuttu eftir að þeir komu sagði Lisa Belcastro, umsjónarmaður heimilislausra á eyjunni, að þeir gætu ekki verið þar vegna þess að það væri húsnæðisskortur á eyjunni og engir peningar til að taka á móti og sjá um 50 flóttamenn.

„Við getum ekki útvegað hús fyrir alla sem búa og starfa hér. Við höfum ekki hús fyrir fimmtíu manns í viðbót.“

Nóg til af tómu húsnæði sem auglýst er á Airbnb en ekkert laust til fyrir 50 hælisleitendur

Skiptar skoðanir um sannleiksgildi þessarar yfirlýsingar. Samkvæmt New York Post voru að minnsta kosti 45 heimili eða sérherbergi til leigu í gegnum Airbnb á Martha’s Vineyard þessa helgi. Engu að síður voru 125 þjóðvarðliðar sendir til eyjunnar á föstudag til að leysa ástandið, sem íbúar eyjunnar kölluðu „mannúðarkreppu“ að sögn New York Post. Stuttu síðar voru hælisleitendurnir fluttir til herstöðvarinnar Joint Base Cape Cod á meginlandinu.

Ríkisstjóri Massachusetts, Charlie Baker, sagði í yfirlýsingu að hælisleitendurnir væru sendir til herstöðvarinnar til að fá mannúðaraðstoð og tímabundið húsnæði. Hann heldur því ennfremur fram, að flóttamennirnir hafi þurft að vera í fylgd frá Martha’s Vineyard vegna þess að eyjan sé ekki „útbúin til að útvega haldbært húsnæði.“

Martha’s Vineyard er eyja fyrir utan Cape Cod í Massachusetts og er þekkt sem sumarparadís þeirra ríku og frægu. Eyjan er einnig sterkt vígi demókrata og stór hluti íbúanna greiðir þeim atkvæði“ að sögn Reuters. Meðal annars á Barack Obama fyrrverandi forseti rándýran sumarbústað á eyjunni.

Deila