52 glæpahópar í Stokkhólmi – of fáir lögreglumenn að störfum – glæpamenn skjóta opið á götum úti

Lögreglan í Stokkhólmi ræður ekki við glæpahópana í borginni sem teljast vera 52 og beita sífellt hrottalegra ofbeldi. Þarf lögreglan að leita til annarra svæða um aðstoð við störfin í höfuðborginni. (Mynd úr safni).

Innanríkisráðherra Svíþjóðar Mikael Damberg sagði á blaðamannafundi á mánudag, að bæði sprengjuódæði og skotárásir haldi áfram í háum hæðum en hafi lítillega minnkað miðað við síðasta ár.

Á tímabilinu janúar-september í ár hafa orðið 249 staðfestar skotárásir miðað við 289 á sama tíma í fyrra. Skotárásir hafa aukist í Bergslagen, Suður- og Norður Svíþjóð en minnkað í Austur-Svíþjóð og Stokkhólmi miðað við sama tíma og í fyrra. Fleiri hafa hafa verið drepnir í ár en slösuðum fækkað lítillega miðað við í fyrra .

113 kærur varðandi sprengjuódæði voru gerðar á tímabilinu í ár sem er minnkun frá sama tíma í fyrra en þá voru 147 sprengjuódæði á sama tímabili. Samkvæmt ráðherranum heldur ríkisstjórnin áfram að vinna „á kerfisbundinn hátt“ gegn sprengjufaraldrinum.

Taka verður tillit til þess að hér er ekki um samanburð á heilum árum að ræða heldur fyrstu níu mánuðum ársins. Hvernig tölurnar líta út eftir áramót á eftir að koma í ljós en nær daglegar skotárásir eru um þessar mundir í Stokkhólmi. Þá segir sænska sjónvarpið einnig frá því, að gríðarleg aukning skotárása hafi orðið á götum úti eða 34% miðað við 2018.

Lögreglan í Stokkhólmi ræður ekki við glæpahópana og þarf að fá hjálp annars staðar af landinu – 52 glæpahópar og net á Stokkhólmssvæðinu skjóta til að drepa

Mats Löfving lögreglustjóri Stokkhólms sagði á fundinum, að í Stokkhólms léni séu 25 s.k. útsett svæði og væru 6 þeirra skilgreind sem sérstaklega útsett. Einnig væru samtals 52 glæpahópar og glæpanet virk á stórborgarsvæðinu. Löfving segir að vilji glæpamanna að nota ofbeldi aukist stöðugt vegna eyturlyfjasölu og afbrota gegn velferðarkerfinu.

Áður skutu glæpamenn viðvörunarskotum til að hræða en í dag skjóta þeir til að drepa.

Lögreglan í Stokkhólmi er undirmönnuð og verður að fá hjálp frá lögreglu annars staðar frá í Svíþjóð til að geta tekist á við glæpamennina í Stokkhólmi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila