Horfa ber á fjárfestingar kínverja í ljósi þess að um alræðisríki sé að ræða

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra 

Fjárfestingar kínverja víða um heim á að horfa út frá því sjónarmiði að um alræðisríki sé að ræða og því markmiði sem slík ríki hafa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigriðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Sigríður segir nausynlegt að horfa á innleiðingu 5G fjarskiptanetsins með sama hætti, um öryggisinnviði sé að ræða og því rétt að fara að öllu með gát

það hefur svo sem ekki verið sannað að það sé eitthvað varhugavert við þetta kerfi þegar kemur að einhverri njósnastarfsemi eða slíkt, en þarna er líka rétt eins og þegar um fjárfestingar kínverja eru annars vegar á líka að horfa á málin út frá því að þetta er alræðisríki

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila