66 þjóðir neita að taka þátt í „allir gegn Rússlandi“ leiknum – krefjast samtals, samskipta og friðar

Undanfarnar tvær vikur hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna staðið yfir og er Úkraínumálið eitt þeirra mála, sem hefur verið til umræðu. Hefur verið mikil sókn hjá Vesturlöndum, Natóríkjum, að fá allan heiminn á bak við sig til að einangra Rússland. Þrátt fyrir fyrir gríðarlegan þrýsting stóðu 66 þjóðir gegn því að einangra Rússland. Í staðinn völdu löndin að nota tímann í ávörpum sínum og umræðum allsherjarþingsins til að leita eftir samskiptaleiðum til að reyna að koma á friði. Medea Benjamin hjá „Konum sem vinna að friði“ CODEPINK lagði fram valda kafla úr kynningum allra fulltrúa þessara þjóða. Þjóðirnar voru aðallega frá suðurhluta jarðar en einnig frá fimm Evrópulöndum — Ungverjalandi, Möltu, Portúgal, San Marínó og Vatíkaninu. Hér að neðan eru nokkrir athyglisverðir punktar friðarboðanna:

Macky Sall, forseti Senegal og núverandi formaður Afríkusambandsins:

„Við hvetjum til afmögnunar og stöðvunar stríðsátaka í Úkraínu, sem og samningalausnar til að forðast skelfilega hættu á hugsanlegum alþjóðlegum átökum.”

Utanríkisráðherra Vatíkansins, Pietro Parolin, kardínáli:

„Stríðið í Úkraínu grefur ekki aðeins undan banni við útbreiðslu kjarnorkuvopna heldur býður einnig heim hættunni á kjarnorkueyðingu, annað hvort með stigmögnun eða slysum…. Til að forðast kjarnorkuhamfarir er mikilvægt að allir taki þátt í því að finna friðsamlega niðurstöðu í átökunum.“

José Ramos-Horta forseti Tímor-Leste:

„Vesturlönd ættu að staldra við um stund til að ígrunda hina hrópandi andstæðu í viðbrögðum þeirra við stríðum annars staðar, þar sem konur og börn hafa dáið þúsundum saman vegna styrjalda og hungurs. Viðbrögðin við hrópum ástkærs aðalframkvæmdastjóra okkar um hjálp við þessar aðstæður hafa ekki mætt sömu samúð. Sem lönd á suðurhluta jarðar, þá verðum við vitni að tvöföldu siðgæði. Almenningsálitið okkar megin lítur ekki á Úkraínustríðið á sama hátt og litið er á það hjá löndunum í norðri.“

Utanríkisráðherra Kongó (Brazzaville) Jean-Claude Gakosso:

„Vegna umtalsverðrar hættu á kjarnorkuhamförum fyrir alla jörðina ættu ekki aðeins þeir, sem taka þátt í þessum átökum að tempra eldmóðinn, heldur ættu einnig þau erlendu ríki sem geta haft áhrif á atburðina að róa málin niður…. Heimurinn þarf tafarlaust á samningaviðræðum að halda … til að koma í veg fyrir að stríðsþróunin gangi enn lengra og ýti mannkyninu inn í það, sem gæti orðið óafturkræfar hörmungar, víðtækt kjarnorkustríð sem stórveldin ráða sjálf ekkert við – stríðið sem hinn mikli atómkenningasmiður Einstein sagði, að yrði síðasta orrustan sem menn myndu heyja á jörðinni.“

Gakosso fór úr frönsku yfir í að tala á rússnesku og sagðist vilja ávarpa rússneska og úkraínska vini sína beint:

„Of miklu blóði hefur verið úthellt — heilögu blóði fallegu barnanna ykkar. Það er kominn tími til að stöðva þessa gjöreyðingu. Það er kominn tími til að hætta þessu stríði. Allur heimurinn fylgist með ykkur. Það er kominn tími til að berjast fyrir lífinu, á sama hátt og þið börðust saman gegn nasistum í seinni heimsstyrjöldinni, sérstaklega í Leníngrad, Stalíngrad, Kúrsk og Berlín. Hugsið um æsku beggja landa ykkar. Hugsið um örlög komandi kynslóða ykkar. Það er kominn tími til að berjast fyrir friði, að berjast fyrir þau. Vinsamlegast gefið friðinum raunverulegt tækifæri í dag, áður en það verður of seint fyrir okkur öll. Ég bið ykkur auðmjúklega um það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila