7 af hverjum 10 sem deyja í covid-19 í Svíþjóð eru fullbólusettir

Loforðin um vörn bóluefnanna halda þunnt, því samkvæmt nýjustu upplýsingum í Svíþjóð voru 7 af hverjum 10 sem dóu úr covid á þriggja vikna tímabili allir „að fullu bólusettir.“ (Sksk. sænska sjónvarpið).

Sænska dagblaðið greinir frá því, að allt að 70% þeirra sem deyja vegna covid-19 í dag í Svíþjóð eru fullbólusettir. Vísar blaðið til nýlegra talna frá sænsku Lýðheilsunni.

Á þriggja vikna tímabili voru 70% þeirra sem dóu allir bólusettir með tveimur sprautum, að sögn blaðsins:

„Það er erfitt að vita, hvers vegna fleiri þeirra látnu eru fullbólusettir og mögulega fleiri þættir sem koma að máli auk þess að vörn bóluefna fer þverrandi“ skrifar blaðið.

Í lok september kom í ljós, að 85% af ónæmi Pfizers er horfið sjö mánuðum eftir seinni sprautuna. Í s.k. COMMUNITY rannsókn, sem sænska sjónvarpið greindi frá, kom í ljós að ónæmisvirkni bóluefnisins minnkaði um 50% á þremur mánuðum og einungis 15% virkni til staðar eftir sjö mánuði. Þessi dvínun á viðspyrnu bóluefnanna gegn covid-19 ætla yfirvöld að bæta upp með fleiri sprautum og byrjað er með þriðju sprautuna til 80 ára og eldri. Lena Hallgren heilsumálaráðherra Svíþjóðar sagði á blaðamannafundi að verið væri að athuga með þriðju sprautuna til fleiri hópa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila