750 þúsund ísl. kr. sekt á hvern þann Austurríkisbúa sem neitar að bólusetja sig

Forseti Króatíu kallar bólusetningarskyldu Austurríkis fasíska ráðstöfun yfirvalda og hafa ummælin valdið diplómatakrísu milli landanna. Greinilegt er að sauma á að fólki sem neitar að bólusetja sig og fólk látið greiða hátt gjald fyrir.(Myndir: Executive Yuan CC 4.0/Jebulon CC 0).

Austurríki varð nýlega fyrsta landið sem tilkynnti um skyldubólusetningar með hótunum um sektir eða fangelsi fyrir þá, sem einhverra hluta vegna vilja ekki bólusetja sig. Zoran Milanović, forseti Króatíu segir ákvörðun Austurríkis vera fasíska.

Alexander Schallenberg kanslari Þýskalands tilkynnti um þessar örlagaríku reglur hinnar nýju aðskilnaðarstefnu sem skiftir samfélaginu í andstæðar fylkingar þeirra bólusettu og hinna óbólusettu. Schallenberg sagði á blaðamannafundi: „Okkur hefur ekki tekist að sannfæra nægjanlega marga til að bólusetja sig, þrátt fyrir marga mánaða herferð.“ Schallenberg ásakar þá óbólusettu um að gera „árás á heilbrigðiskerfið“ með neitun sinni. Hann segir að einungis 66% séu bólusettir í Austurríki sem sé hræðilega lág tala. Þess vegna er eina leiðin að þvinga 34% íbúanna að bólusetja sig með lagasetningu.

3 600 evrur = 530 þús. ísl. kr í sekt fyrir fyrstu sprautuna, 1 500 evrur = 220 þús ísl.kr. fyrir að neita að taka örvunarsprautuna eða samtals 750 þús. ísl. kr. þarf að greiða í sekt fyrir að láta ekki bólusetja sig

Núna er verið að ganga frá sektum fyrir að neita að láta bólusetja sig og verður upphæðin 3 600 evrur eða 530 þúsund íslenskar kr. og verður skylda að borga slíka sekt næasta ár. Upphaflega munu yfirvöld senda út tíma um bólusetningu til þeirra óbólusettu og ef fólk mætir ekki fær það sekt.

Sektur upp á 1.500 evrur = rúmlega 220 þúsund íslenskar krónur fá þeir sem neita að taka svo kallaða örvunarsprautu eða þriðju sprautuna.

Karoline Edstadler ráðherra í ríkisstjórn Austurríkis segir: „Ekki er ætlast til að fólk taki bara fyrstu sprautuna, heldur þarf það að fá fullt ónæmi.“

Um helgina voru gríðarleg mótmæli í Austurríki gegn meðhöndlun ríkisstjórnarinnar á faraldrinum. Og á mánudaginn tóku nýjar lokanir gildi.

Sendiherrar Austurríkis og Króatíu kallaðir inn á teppið

Vegna þvingunarbólusetninga í Austurríki, þá mun ríkikisstjórn kalla sendiherra Austurríkis inn á teppið og tjá áhyggjur sínar af grundvallarmannréttindum íbúa Austurríkis. Zoran Milanović, forseti Króatíu kallar aðgerðir Austurríkis fasískar, sem leiddi til þess að sendiherra Króatíu var kallaður til að taka á móti hneykslan ríkisstjórnar Austurríkis, sem sagði ummælin vera „óásættanleg.“ Í framhaldinu verður sendiherra Austurríkis kallaður til yfirvalda Króatíu, sem ætla að skýra afstöðu ríkisstjórnarinnar í Króatíu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila