78% Svía vilja nota herinn gegn glæpahópunum

Stöðugt háværari raddir heyrast um að herinn eigi að aðstoða lögregluna í baráttuni við glæpahópana í Svíþjóð.

Ný könnun frá SOM-stofnuninni við háskólann í Gautaborg sýnir, að Svíar vilja í yfirgnæfandi mæli að herinn verði settur inn til að aðstoða lögregluna við að berjast gegn glæpagengjunum í Svíþjóð. Fræðimennirnir Ulf Bjereld, Joakim Berndtsson og Karl Ydén í Gautaborg segja að 46% Svía beri mikið eða mjög mikið traust til hersins og að hann vinni störf sín vel. Einungis 16% höfðu lítið eða mjög lítið traust til hersins.

Í grein í Dagens Nyheter skrifa þeir, að 37% séu því fylgjandi að hækka útgjöld til hersins – 41% er óviss og einungis 22% þykir það vera slæmt. Svíþjóðardemókratar, Móderatar, Kristdemókratar og Folkpartiet vilja auka útgjöld til hermála.

Í fyrsta skipti í könnun er hreyft við þeirri spurningu, hvort herinn eigi að aðstoða lögregluna í aðgerðum gegn grófri glæpamennsku og ofbeldi. Alls svöruðu 78% að það væri góð hugmyn og að það sé mikilvægt verkefni fyrir herinn að aðstoða lögreglunni í baráttunni við glæpahópana.

Færri vilja að Svíþjóð sæki um aðild að Nato

Varðandi Nato, þá eru andstæðingar Nato enn fleiri en þeir sem styðja Nato en munurinn er lítill. 27% vilja að Svíþjóð sæki um aðild að Nato – 32% eru því andfallin og 41% óviss. Fræðimennirnir skrifa:

„Breytingarnar eru litlar. Við sjáum samt að hlutur þeirra sem vilja að Svíþjóð sæki um aðild að Nato – 27% – er það lægsta síðan 2012. Stærst er andstaðan við Nato hjá Vinstriflokknum, Umhverfisflokknum og Sósíaldemókrötum. Andstaða við Nato er minnst hjá Móderötum, Kristdemókrötum, Svíþjóðardemókrötum og Folkpartiet.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila