8 af 10 ólöglegum innflytjendum er ekki vísað burtu úr ESB

Ný skýrsla endurskoðenda ESB útklassar „flóttamannastefnu ESB” sem er meira og minna í lamasessi. Af árlega útvísuðum hálfri milljón ólöglegra innflytjenda fara aðeins 20% brott frá ESB. Ylfa Johansson sænskur jafnaðarmanna Kommissjóner skortir bæði vilja og getu til að gera eitthvað í málunum. (©European Parliament CC 2.0 skorin mynd).

Ný skýrsla endurskoðenda ESB (á ensku hér og sænsku hér) sýnir, að minna en 20% af árlegum ólöglegum innflytjendum til ESB er vísað úr ESB. Samkvæmt endurskoðandanum Leo Brincat þá kyndir niðurstaðan undir enn frekari ólöglegan manninnflutning til ESB ríkjanna.

Skýrslan „Endurupptekið samstarf við þriðju löndin: mikilvægar aðgerðir skiluðu takmörkaðum árangri” sýnir fram á að mikil mistök hafa verið gerð:

Eftir 2008 hefur um 500 þúsund erlendum meðborgurum verið vísað úr ESB árlega, vegna þess að þeir hafa komið til ESB eða dveljast í ESB án leyfis. Aðeins þriðjungur þeirra hefur þó raunverulega farið aftur til þriðja lands (29% ár 2019).

Þessi „raunverulegi hluti brottfarar” minnkar undir 20% til landa fyrir utan evrópska meginlandið. Þeir sem fara skiptast í tvo svipaða jafn stóra hópa þeirra, sem fara af frjálsum vilja og hinna sem eru neyddir til að yfirgefa ESB.

Ár 2015 lét ESB gera áætlun um brottvísun. Að auki hafa einstök aðildarríki tvíhliða samninga við önnur ríki um að taka við brottvísuðum innflytjendum til heimalanda sinna.

Tíu verstu löndin með flesta ólöglega innflytjendur sem ekki fóru heim aftur á árunum 2014-2018 að Sýrlandi undanskildu, voru: Afganistan, Marokkó, Pakistan, Írak, Alsír, Nígería, Túnis, Indlandi, Bangladess og Gínea.

Ein skýring á hversv egna það er svo erfitt að senda aftur ólöglega innflytjendur til heimalandanna er, að heimalöndin neita samstarfi um málið. Meðal annars, þá neita þau klásúlu um meðborgara þriðja ríkis:

Greinin gerir fólki kleift að fara aftur til þriðja ríkis, sem það ferðaðist um áður en það kom til ESB. Þetta er aðalgrein í öllum brottvísunarsamningum sem ESB hefur gert fram að þessu, líka með fjarlægum ríkjum eins og Pakistan. Þriðju ríki hafa tilhneigingu til að setja sig gegn klásúlunni, þar sem hún er stjórnmálalega viðkvæm og fylgir ekki alþjóðlegum rétti.

Skýrslan tekur einnig upp að löndin sem eiga að taka á móti meðborgurum sínum skortir „hvatningu.”

Tillögur endurskoðendanna til úrbóta

Endurskoðendurnir koma með fjölda tilmæla til að auka fjölda þeirra sem hægt er að senda heim:

  • Að vera meira sveigjanlegur í samningum við viðkomandi land t.d. með því að taka burtu reglu um meðborgara þriðja lands eða skapa valkosti við „heimflutninginn”
  • Að vinna betur með aðildarríkjunum og ná samkomulagi fyrirfram til að auka hvata
  • Að auka hvata þriðja lands til að taka tilbaka meðborgara sína
  • Að fylgjast betur með og færa tölur yfir hversu fljótt brottvísunarferlið tekur

Hlaða má niður skýrsluna á ensku hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila