81% þeldökkra Bandaríkjamanna vilja hafa sömu eða meiri lögreglugæslu í nágrenninu

Í nýrri Gallupkönnun í Bandaríkjunum segja 81% blökkumanna að þeir vilji viðhalda sömu löggæslu eða fjölga lögreglumönnum í nærumhverfinu. Spurt var „Vilt þú frekar að lögreglan eyði meiri tíma, sama tíma eða minni tíma en þeir gera núna á þínu svæði?” Þrátt fyrir áróður Black Lives Matter um að blökkumenn vilji minnka nærveru lögreglunnar segja 61% blökkumanna að þeir vilja viðhalda sömu nærveru lögreglu, 20% vilja að lögreglan eyði meiri tíma í nærumhverfinu, 19% vilja sjá minna af lögreglunni. Augljóst er því, að Black Lives Matter talar ekki fyrir blökkumenn, þegar hreyfingin ræðst á lögregluna og vill fækka lögreglustörfum í Bandaríkjunum.

88% hvítra vilja viðhalda eða auka löggæslu, 83% latín-Ameríkana og 72% Asíu-Ameríkana vilja það sama, þannig að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna vilja njóta sömu lögregluverndar eða meiri en nú er gert. Séð í þessu ljósi, þá er afstaða BLM og annarra sem vilja rífa styttur, umskrifa söguna, brenna búðir og almennt vera með skemmdarstarf á opinberum vettvangi, einungis skoðun lítils minnihlutahóps í Bandaríkjunum. 

Einnig var spurt um afstöðu til viðmóts lögreglu í samskiptum og 61% blökkumanna telja að lögreglan muni sýna þeim tilhlýðilega kurteisi en 39% blökkumanna búast við lítilli eða engri kurteisi af hálfu lögreglunnar. 91% hvítra telja að lögreglan meðhöndli þá af kurteisi. 

Á heimasíðu Breitbart er m.a. viðtal við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, þar sem hann segir að ríkisstjórn Bandaríkjanna standi með lögreglunni og vinni að því að tryggja öryggi og líf allra fjölskyldna í Bandaríkjunum ekki síst fjölskyldum minnihlutahópa, „því ofbeldið hefur gengið allt of langt í mörgum borgum Bandaríkjanna.”

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila