871 slökkviliðsmenn í Los Angeles kæra borgaryfirvöld vegna bólusetningarskyldu

Fjórði hver slökkviliðsmaður Los Angeles borgar kærir yfirvöld fyrir meint brot á friðhelgi einkalífsins, skerðingu atvinnuréttinda og brot á mannréttindum vegna skyldubólusetningar og refsiaðgerða borgaryfirvalda gegn þeim, sem ekki létu bólusetja sig fyrir 5. október. (© Mfield CC 3.0 skorin mynd).

Á níunda hundruð slökkviliðsmanna í Los Angeles hafa sent frá sér tilkynningu um lögsókn gegn borgaryfirvöldum vegna þvingandi ákvörðunar um að starfsmenn borgarinnar verði tilneyddir að bólusetja sig gegn Covid-19.

Krefjast 2,5 milljón dollara í skaðabætur fyrir sérhvern slökkviliðsmann

Í stefnunni (pdf), sem lögð var fram 7. október, segir að 871 slökkviliðsmaður krefjist 2,5 milljóna dala hver og einn í skaðabætur.

Kevin McBride, lögmaður slökkviliðsmannanna, segir í stefnunni: „Kröfurnar verða höfðaðar fyrir hæstarétti sem ótakmarkað einkamál í samræmi við einkamálalög í Kaliforníu.“

Borgarráð LA gaf út reglugerð (pdf) í ágúst, sem krefst þess að allir borgarstarfsmenn hafi fengið seinni skammt af tveggja skammta COVID-19 bóluefni (Moderna eða Pfizer-BioNTech) eða skammt af COVID-19 bóluefni (Johnson & Johnsons/Janssen) fyrir 5. október, nema þeir hafi fengið læknisfræðilega eða trúarlega undanþága.

„Markmið borgarinnar er að hafa bólusetta starfsmenn. Sem slíkir munu starfsmenn ekki hafa valkost á að „afþakka“ að láta bólusetja sig og fara í vikulegar próftökur“ segir í reglugerðinni. Skrifstofa borgarstjóra tilkynnti, að undanþágulausir, óbólusettir starfsmenn verða reglulega að fara í próftökur vegna COVID-19.

Sendir heim í launalaust frí og síðan sagt upp störfum nema að slökkviliðsmenn láti bólusetja sig

McBride segir í yfirlýsingunni og vísar til fyrirmæla, sem slökkviliðsmenn fengu frá slökkviliðinu í Los Angeles (LAFD), að þeir sem ekki eru undanþegnir eða bólusettir að fullu fyrir „endanlegan frest“ 20. október, verða sendir heim í fimm daga án launa og ef þeir ákveða að láta ekki bólusetja sig fimm dögum síðar, verði þeim sagt upp störfum.

Lögmaðurinn skrifaði að bólusetningartilskipunin væri „hróplega ranglát framkoma“ og nefndi nokkrar ástæður: þ.á.m. skerðingu atvinnuréttinda, beitingu tilfinningalegs þrýstings, brot á stjórnarskrárbundnu friðhelgi einkalífs og brot á mannvernd varðandi læknisfræðilegar tilraunir.

Stefnendur eru meðlimir Samtaka slökkviliðsmanna Los Angeles (UFLAC). Samtökin lýstu afstöðu sinni í tímariti samtakanna þann 4. október: „Borgin getur ekki beitt neinum viðurlögum vegna frestsins sem gefinn er fram að 5. október til að láta bólusetja sig gegn COVID-19“ og bæta við, að reglugerð borgarinnar „veiti enga heimild til refsiaðgerða og fyrst þurfi að semja við UFLAC. Borgaryfirvöld hafa heldur ekki tilkynnt UFLAC, að þau muni refsa starfsmönnum, sem ekki fara eftir frestinum fram að 5. október.“

Yfirvöld hafa 45 daga á sér að mæta efnisatriðum í kæru slökkviliðsmanna – síðan verður málið tekið fyrir hjá dómsstóli

Borgin hefur 45 daga frest til að mæta grundvelli slökkviliðsmanna og að þeim tíma liðnum verður kæran skráð hjá dómstóli, að sögn The New York Times.

Borgarlögmaður Los Angeles, Mike Feuer, segir að „Hæstiréttur Bandaríkjanna og dómstólar um allt land hafa staðfest þvingandi bólusetningu … ég er viss um, að við munum sigra.“

Fjórði hver slökkviliðsmaður borgarinnar stendur að baki kærunni á hendur borgarinnar. Samkvæmt vefsíðu slökkviliðsins í Los Angeles (LAFD) starfa 3.435 slökkviliðsmenn hjá borginni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila