Áætlun Nató: Leyfa Rússlandi að „afmá Eistland af landakortinu“

NATO ætlar sér ekki að bregðast við yfirtöku Rússa á Eystrasaltslöndunum, ef Rússar ákveða til dæmis að fara inn í Eistland. Þess í stað er áætlun NATO að láta Rússa yfirtaka svæðið og reyna síðan að leysa málið með hernaðarlegum eða diplómatískum hætti, að sögn Eistlands.

Forsætisráðherra Eistlands ljóstraði óvænt upp um stríðsáætlun Nató

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, ljóstraði upp í síðustu viku nokkuð óvænt um hluta af stríðsáætlun NATO fyrir eigið land.

Í samtali við Financial Times sagði Kallas að núverandi áætlanir NATO fyrir Eystrasaltslöndin feli ekki í sér bein hernaðarviðbrögð við innrás, heldur bið, þar sem Rússar fá sex mánuði til að yfirgefa Eystrasaltssvæðið áður en NATO grípur inn í.

En Kallas segir, að verði á hinn bóginn ekkert eftir til að taka til baka.

„Þið sem hafið heimsótt Tallinn vitið, að við eigum gömlu borgina okkar með hundruð ára sögu. Það myndi, ásamt aldalöngum menningararfi, þurrkast út af kortinu, það myndi hverfa ásamt fólkinu okkar, þjóðinni okkar.“

Fyrir leiðtogafund NATO í Madríd í næstu viku vilja Eistland, Lettland og Litháen því, að stefnu NATO verði breytt. Ríkin vilja að NATO verji hverja einasta tommu Eystrasaltsríkjanna frá fyrsta degi innrásar. Kallas óskar eftir því, að á milli 20.000 og 25.000 NATO hermenn verði staðsettir í hverju landi.

Nýlega sagði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að NATO-aðild lands síns væri meira og minna tilgangslaus trygging, ef til stríðs kæmi:

„NATO mun verja okkur ef við getum varið okkur sjálf.“

Sænskir ​​og finnskir stjórnmálamenn eru hins vegar sannfærðir um, að NATO-aðild sé frábær trygging fyrir Finnland og Svíþjóð.

Sjá nánar hér,hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila