Lyfjafyrirtæki græða gríðarlega á sölu ópíóðalyfja

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur

Þau fyrirtæki eins og Actavis sem framleiða ópíóðalyf sem orðið hefur hundruðum þúsunda að bana í Bandaríkjunum þéna gríðarlegar upphæðir á slíkum lyfjum þar sem framleiðslukostnaður er mjög lágur.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur bendir á að þar sem ávinningurinn af framleiðslu og sölu slíkra lyfja er mikill geti lyfjafyrirtækin eitt miklum fjármunum í að auglýsa lyfin

það kostar lítið að framleiða þetta eða rétt um tíu sent hverja pillu og ef þú selur hana fyrir tíu dollara þá er auðveldlega hægt að setja fimm dollara af þeim tíu í auglýsingar, þannig að það eru ofboðslega miklir peningar í þessu, þetta er gríðarlega öflugur iðnaður og hlutabréf í þessum fyrirtækjum eru kreppuvæn vegna þess að lyfjainntaka minnkar ekki í kreppu heldur eykst ef eitthvað er„,segir Guðmundur.

Þá bendir Guðmundur á að hart sé tekið á framleiðslu ópíóðalyfja í sumum löndum og til dæmis liggi dauðarefsing við slíku í Kína.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila