Að minnsta kosti fimm manns myrtir í árás bogamanns í Noregi

Øyvind Aas hjá norsku lögreglunni sagði á blaðamannafundi miðvikudagskvöld „að alvarlegur atburður hefði átt sér stað í Kongsberg með mörgum látnum og særðum.“ Lögreglan telur að um einstakan brjálæðing sé að ræða en útilokar ekki hryðjuverk. (Sksk TV2)

Árásarmaðurinn hafði gengið íslamskri öfgatrú á hönd áður en hann framdi ódæðið

Bogamaður, 38 ára gamall, gekk berserkjargang og drap fleiri manns í Kongsberg fyrir utan Osló. Samkvæmt Verdens Gang eru að minnsta kosti fimm manns látnir. Lögreglunni tókst að handsama manninn rúmum hálftíma frá því fyrst var hringt í hana. Samkvæmt TV2 var um norskan mann að ræða sem nýlega hafði gengist undir íslamska trú.

Árásin var gerð í og við Coop Extra matvörubúð og lögreglan gekk út með yfirlýsingu til almennings að „lífshættulegt“ væri að vera á svæðinu. Øyvind Aas hjá norsku lögreglunni sagði á blaðamannafundi miðvikudagskvöld, að „alvarlegur atburður hefur átt sér stað í Kongsberg með mörgum látnum og særðum. Við þvílíka atburði er venjan að rannsaka, hvort um hryðjuverk er að ræða en það er of snemmt að segja nokkuð um ástæðuna.“

Aas segir: „Við höfum handsamað manninn, það er ekki verið að leita eftir öðrum einstaklingum. Þetta er einn einstaklingur, sem hefur staðið sjálfur fyrir ódæðinu.“ Herinn var fenginn til aðstoðar við leit og rannsókn í miðbæ Kongsberg. Meðal annars var sprengjudeild lögreglunnar kölluð út. Stóru svæði var lokað í Kongsberg og vaktaði lögreglan svæðið aðfararnótt fimmtudags. Sögur ganga einnig um, að maðurinn hafi notað hníf, því ein kona fannst hnífstungin á svæðinu sem maðurinn fór um í brjálæðisferð sinni.

Handtekinn eftir 34 mínútur

Samkvæmt Drammens Tidende DT var lögreglumaður skotinn með pílu í bakið. Lögreglumaðurinn var borgaralega klæddur og vara að kaupa mat í búðinni, þegar hann var skotinn. Hringt var til lögreglunnar 18.13 og laust fyrir 18.47 var búið að handtaka manninn. Lögreglan skaut mörgum viðvörunarskotum að manninum áður en hann gafst upp.

Skv. DT drap bogamaðurinn fimm manns og særði tvo. Bogamaðurinn fór yfir stórt svæði og skaut á fólk og myrti á mörgum stöðum. Meðal annars skaut hann pílum á fólk inni í Coop Extra búðinni.

Háskólasjúkrahúsið í Osló sendi átta sjúkrabíla og þrjár sjúkraþyrlut til Kongsberg að sögn fréttaveitu NTB.

Erna Solberg fráfarandi forsætisráðherra hélt blaðamannafund vegna ódæðisins seint í gærkvöldi og lýsti skelfingu yfir árásinni: „Ég skil að margir eru óttaslegnir. Þess vegna er mikilvægt að lyfta því sérstaklega fram, að lögreglan telur sig hafa stjórn á ástandinu.“

Í dag verða formleg stjórnarskipti í Noregi og Jonas Gahr Støre tekur við sem forsætisráðherra Noregs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila