Aðeins 36% Bandaríkjamanna treysta fjölmiðlunum – næst lélegasta útkoma hefðbundinna fjölmiðla í Gallup könnun

Þessi hundur fylgist með athygli á þátt Hundahvíslarans í sjónvarpinu en ef marka má niðurstöður könnunar Gallups, þá eru Bandaríkjamenn nær því rúnir trausti á fjölmiðlum. (©Mdk572 CC 3.0)

Í nýrri Gallup könnun í Bandaríkjunum kemur í ljós að traust hefðbundinna fjölmiðla er í sögulegu lágmarki, því aðeins 36% Bandaríkjamanna segjast geta treyst fjölmiðlunum. Verður þetta að teljast skömmustuleg útkoma fyrir blaða- og fréttafólk sem segjast vera að færa fólki daglegar fréttir en hafa breyst í rétttrúnaðarprédíkara nútímans, sem halda fram vissum stjórnmálaskoðunum og gæta hagsmuna risafyrirtækja í netheimum, í lyfjaframleiðslu svo og annarra alþjóðlegra risafyrirtækja. Hvernig, sem á það er litið, ætti jafn lítið traust að vera mælikvarði á að miðlarnir eru á rangri leið en lítil merki sjást um að fjölmiðlafólk taki raunveruleikann til sín jafnvel þótt sjálfur Gallup segi frá.

Á heimasíðu Gallup segir að

  • 36% Bandaríkjamanna bera „mikið“ eða „sæmilegt“ traust til fjölmiðla
  • 68% demókrata, 31% óháðra og 11% repúblikana treysta fjölmiðlum
  • Traust demókrata og óháðra hefur minnkað um fimm stig síðan 2020

Traust Bandaríkjamanna til þess að fjölmiðlar greini frá fréttum að fullu, af nákvæmni og sanngirni hefur minnkað fjögur prósentustig frá því í fyrra og farið niður í 36%, sem er næst versta útkoman í mælingum Gallups.

Alls segjast 7% fullorðinna í Bandaríkjunum hafa „mikið“ og 29% „þokkalegt“ traust á dagblöðum, sjónvarps- og útvarpsfréttum. Er það samanlagt fjórum stigum yfir 32% árið 2016 en þá var traust almennings í lágmarki m.a. vegna forsetakosningabaráttu Donald Trump og Hillary Clinton. 29% segjast núna „ekki hafa mjög mikið“ traust og 34% hafa „alls ekkert“ traust á fjölmiðlum.

Þessar niðurstöður úr skoðanakönnun 1. til 17. september s.l. eru þær nýjustu hjá Gallup, sem fylgist með trausti almennings til helstu stofnana í Bandaríkjunum og hófust 1972. Á árunum 1972 – 1976 báru 68% til 72% Bandaríkjamanna traust til fjölmiðla en árið 1997 var traustið komið niður í 53%. Traust til fjölmiðla hefur ekki verið í meirihluta síðan 2003.

Eftir að vera á botninum ár 2016, jókst traust til fjölmiðla að nýju og náði 13 prósentustigum á tveimur árum – aðallega vegna mikillar aukningu meðal demókrata vegna gagnrýni Donald Trumps forseta á fjölmiðlum. Frá árinu 2018 hefur traust allra flokkshópa lækkað um 9 prósentustig.

Nær eingöngu demókratar sem treysta fjölmiðlunum

Traust flokkanna til fjölmiðla heldur áfram að skerpast verulega. Eins og er segjast 68% demókrata, 11% repúblikana og 31% óháðra treysta fjölmiðlum mikið eða þokkalega. 57% munur á trausti repúblikana og demókrata er innan 54 – 63% marka hópanna tveggja síðan 2017.

Sögulega hefur traust repúblikana til nákvæmni og sanngirni í fréttum fjölmiðla ekki farið yfir 52% síðan 1998. Á sama tíma hefur traust demókrata ekki farið niður fyrir 51%, sem gerðist 2016. Traust óháðra til fjölmiðla hefur ekki verið yfir meirihluta síðan 2003.

Kjarni málsins

Rétt eins og trausti Bandaríkjamanna hrakar til stjórnvalda, þá hrakar traust þeirra til fjölmiðla. Traust repúblikana til fjölmiðla undanfarin fimm ár er í fordæmalausu lágmarki. Eftir stuttan tíma með aukningu trausts meðal demókrata og sjálfstæðismanna snemma í stjórnartíð Trumps, þá hefur traust þeirra dalað undanfarin ár. Traust demókrata er langt umfram það, sem það var áður en Trump var kjörinn forseti og gagnrýndi fjölmiðla í forsetatíð sinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila