Aðgerðir Sea Shepherd í Færeyjum reyndust frábær landkynning

Aðgerðir Sea Sheperd í Færeyjum fyrir nokkrum misserum reyndust þegar upp var staðið ekki eingöngu misheppnaðasti leiðangur samtakanna hingað til því aðgerðirnar reyndust hin besta landkynning fyrir Færeyjar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jens segir að þegar að farið var að líða á dvöl Sea Sheperd liða hafi þeir farið að vingast við heimamenn, sem að mati sjóliðanna voru alveg einstaklega vinsamlegir í þeirra garð. Þannig fóru unnvörpum að birtast færslur á samfélagsmiðlum sjóliðanna þar sem heimamönnum var hrósað vinsemdin og talað um hve fallegar eyjarnar væri.

Þetta líkaði Paul Watson foringja Sea Sheperd afar illa og varð hann illur út í sína menn og skammaði þá sem settu slíkar færslur á síður sínar. Í viðtali Discovery channel sem fylgdust með aðgerðum Sea Sheperd við einn sjóliðanna sagðist hann eftir dvölina enn að vísu syrgja hvalveiðar en hann hefði skilning á því hversu mikla menningarlega þýðingu hvalveiðarnar hefðu fyrir eyjarskeggja og þar með skilja hvers vegna Færeyingarnir stæðu í þessum árlegu hvalveiðum. Sagði Sea Shepherd liðinn að hann vonaði að með tímanum myndu Færeyingjar leggja af veiðarnar og að þeir yrðu þó ekki minni Færeyingar fyrir vikið.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila