Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins jákvætt skref en ekki nóg

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar.

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í Hörpunni um liðna helgi er jákvætt skref fyrir efnahag þjóðarinnar en er ekki nóg til þess að það nýtist eins vel og hægt væri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Bendir Ágúst Ólafur á að þau úrræði sem hugsuð hafa verið fyrir fyrirtæki sem eru stærri í sniðum, hins vegar gleymist lítil fyrirtæki sem ekki séu síst mikilvæg

þessi fyrirtæki eru þau fyrirtæki sem eru að fara verst út úr samkomubanninu núna og eru í algeru frosti, það mætti gera meira fyrir þau, til dæmis fella niður tryggingagjaldið fyrir þau fyrirtæki sem eru með 10 starfsmenn og færri, það mætti líka fella niður fullnustugerðir gagvart þeim„, segir Ágúst.

Hann segir þetta ekki vera síður mikilvægt til þess að verja störf svo fólk missi ekki vinnuna

því fólk getur hreinlega ekki verið í marga mánuði án atvinnu, það er alveg ljóst“. Þá segir hann að skapa mætti fleiri störf önnur en þau sem felast í að bryggja brýr og vegi “ það mætti veita meira fé í hjúkrunarþjónustu, þar eru nú þegar 70 laus rými sem eru til staðar en eru ekki notuð því það vantar fjármagn þar inn, það myndi skapa störf og bæta stöðuna hvað biðlista varðar„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila