Aðstoðarkona Epstein reiðubúin að ljóstra upp nöfnum – Núna er spurt hvenær hún muni „fremja sjálfsmorð”

Maxwell er talin hafa útvegað stúlkubörn í barnaníðingshring Jeffrey Epstein. Hér á mynd með vini sínum prins Andrew en margir telja að uppljóstranir hennar muni geta skaðað bresku konungsfjölskylduna

Fox News greinir frá því Ghislaine Maxwell, sem sögð er hafa verið aðstoðarkona barnaníðingshrings Jeffrey Epstein, sé samstarfsviljug og tilbúin að ljóstra upp um nöfn þeirra sem tóku þátt í barnaníðingshringnum.

Maxwell var fyrrum ástkona Jeffrey Epstein og hefur haldið sér undan eftir andlát Jeffrey Epsteins en var handtekin af FBI í síðustu viku. CNN segir að bandarískir saksóknarar hafi komist að óvenjulegum greiðslum á milli Maxwell og Epstein samtals að upphæð 20 milljónir dollara. Eru það greiðslur sem fóru frá Epstein til Maxwell og síðan aftur til baka til Epstein. Saksóknarinn Duncen Levin sem sérhæfir sig í peningaþvætti segir að þetta gæti átt sér eðlilega skýringu en hins vegar bendi færslurnar til þess að Epstein hafi treyst Maxwell vel í nánum viðskiptatengslum þeirra. 


Þegar Epstein fannst látinn í fangaklefa sínu í ágúst í fyrra sögðu yfirvöld að hann hefði framið sjálfsmorð. En réttarfarslæknirinn Michael Baden sem bróðir Epsteins fékk til að kryfja líkið segir þvert á móti að trúlegast sé, að um morð hafi verið að ræða. Maxwell segist nú vilja ljóstra upp um nöfn í barnaníðingshringnum en sjálf liggur hún undir grun fyrir að hafa tælt stúlkur undir lögaldri inn í hringinn og jafnframt hafa komið fram ásakanir frá stúlkunum um að Maxwell hafi sjálf tekið þátt í kynlífssvallinu. 
Í umræðuþætti Fox News segir fyrrum saksóknari Nancy Grace að „það þurfi að halda Maxwell lifandi, því núna séu margir voldugir menn á nálum vegna þess sem hún getur sagt um þá.”


Á félagsmiðlum ganga háðsglósur eins og „Vinkona Jeffrey Epsteins, Ghislaine Maxwell hefur verið handtekin og framdi því miður sjálfsmorð í næstu viku” og annar skrifar „Getum við ekki öll verið fyrirfram sammála að ef Ghislaine Wamwell endar sem lík í fangelsi að það hafi ekki verið sjálfsmorð?”

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila