Aðvörun Nigel Farage: “Við erum á leiðinni inn í tímabil eftir-lýðræðis. Mikilvægast núna að verja lýðræðið”

Í viðtali við Spiked segir Nigel Farage að tímabil lýðræðis sé á enda komið. Í staðinn erum við á leiðinni inn í tímabil eftir-lýðræðisins.
Stóra Bretland á að fara út ESB 29. mars en núna lítur út fyrir að dagsetningunni verði frestað skv. ávörðun brezka þingsins í vikunni.
Farage lýsir miklum áhyggjum af þróuninni, þegar stjórnmálaelítan ýtir lýðræðislegum ákvörðunum út af borðinu.
Við erum á leiðinni í tímabil eftir-lýðræðisins. ESB,  heimsmiðstöð glóbalismans, lítur á lýðræðið sem vandræðanlegan hlut. Stóra baráttumálið núna er því að verja lýðræðið. Baráttan er hér, í Ameríku og um alla Evrópu og það sem alls staðar er rætt um er, hvernig við getum sótt fram á við. Er það vegur glóbalismans þar sem löndum er stjórnað af yfirþjóðlegri byggingu og fólki sem ekki er hægt að kjósa eða víkja úr störfum? Eða er það þjóðarríkið?
Sé farið aftur til sjötta áratugsins þegar grunnurinn að draumi og miðstöð glóbalismans, ESB, var lagður, þá komu fram rök um að lýðræðið væri afskaplega erfið aðferð til að stjórna einu landi. Lýðræðið getur farið mismunandi leiðir á stuttum tíma. Það var því talið betra að elíta gáfufólks sem telja sig hafa meira vit en venjulegt fólk ættu að stjórna í reynd. Það var þessi hugsun sem réð för frá fyrsta degi sem ESB byggðist

Athugasemdir

athugasemdir

Deila