Yfirhagfræðingur Alþjóðabankans segir kórónufaraldurinn breytast í „meiri háttar efnahagskreppu – þetta er styrjöld“

Carmen Reinhart yfirhagfræðingur Alþjóðabankans segir stöðuna í kjölfar kórónuveiruna vera óhaldbæra. Segir hún „þögla kreppu“ í gangi með frestun afborgana á skuldum sem sé „óhaldbært“ til lengdar.

Carmen Reinhart yfirhagfræðingur Alþjóðabankans sagði í viðtali við Bloomberg í vikunni að kórónufaraldurinn „breytist í mikla efnahagskreppu“ og gagnrýnir afsstöðu seðlabanka til verðbréfamarkaða. „Þetta fór ekki af stað sem fjármálakreppa en er að breytast í meiri háttar efnahagskreppu með mjög alvarlegum fjárhagslegum afleiðingum. Það er löng leið framundan.“

Sagði hún að „þeim mun lengri tíma sem það tekur öryggisleysið og faraldurinn að verka í efnahag heimsins þeim mun stærri verður skaðinn í ársreikningunum.“

Fjármagnsþarfir líkt og í styrjöld

Segir Reinhart ástandið vera „styrjöld“ þegar seðlabankar reyna að halda vöxtum niðri með kaupum á skuldabréfum: „Á stríðstímum fjármagna ríkisstjórnir stríðsútgjöldin á allan mögulegan hátt og núna eru þarfirnar gríðarlega miklar.“ Áður en Reinhart hóf störf hjá Alþjóðabankanum var hún þekkt fyrir bókina „Þetta er öðruvísi núna: Átta aldir af fjárhagslegri brjálsemi“. Skrifaði hún bókina með starfsfélaga sínum á Harvard í fjármálakreppunni 2008.

Raunveruleg alþjóðakreppa

Mitt í kórónafaraldrinum bað Alþjóðabankinn um árs framlenginu á niðurfellingu skulda til fátækustu landa í heiminum og ríkustu löndin samþykktu hálfsárs framlengingu. Um 60% af skuldum fátækari landa í ár eru við Kína skv. Bloomberg. Reinhart sagði „að helmingur fátæku landanna eru við eða að nálgast skuldarmörkin.Veikleiki landa með minni tekjur og þróunarmarkaða er miklu meiri en hjá þróuðum efnahagsríkjum og jafnvel þótt þróunarmarkaðir hafi sýnt sig vera „ljósi punkturinn“ í fjármálakreppunni 2008, þá er það ekki að gerast núna. Þetta er raunveruleg alþjóðakreppa.“

Óhaldbær staða

Reinhart kallar kreppuna fyrir „þöglu kreppuna“ þar sem bankarnir hafa framlengt afborganir af lánum til fyrirtækja og heimila. „Þegar rykið hefur lagt sig munu sum þessara lána ekki verða endurgreitt sem hefur miklar afleiðingar fyrir reikninga bankanna.“

Kína eykur þjóðarframleiðsluna í kreppunni en ekki í sama mæli með tveggja stafa tölu eins og í kreppunni 2008. Segir Reinhart Kína taka þátt í afléttingu skulda „en ekki í fullum mæli – við stefnum að fullri þáttöku en það hefur ekki gerst fram að þessu.“

„Við erum í óhaldbærri stöðu“ bætti Carmen Reinhart við sem lýsingu á núverandi ástandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila