Ættum að treysta fólki til þess að taka heimapróf í stað þess að vera með íþyngjandi aðgerðir

Ólafur Elíasson tónlistarmaður

Það ætti mun frekar að taka upp heima Covidpróf hér á landi og treysta borgurunum fyrir því að þeir gangi um einstaklingsfrelsið af ábyrgð í stað þess að vera með íþyngjandi aðgerðir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Elíassonar tónlistarmanns í þættinum Í leit að sannleikanum í dag en hann var þar gestur Arnars Þórs Jónssonar.

Ólafur bendir á að fyrirkomulag prófana sem fram fara í dag séu afar ómarkviss og mikið betra væri að fara í sérstakt þjóðarátak þar sem allir íslendingar nýttu sér heimapróf og myndu gera próf á sama deginum og svo myndi fólk taka aftur próf fimm dögum seinna.

Ólafur segir að hann telji sig geta rökstutt með nokkurri vissu að þrátt fyrir að heimapróf séu ekki jafn nákvæm og hefðbundin próf og að þátttaka væri ekki nema 70 % mætti með þessu ná að greina stóran hluta smita í samfélaginu og rekja restina út frá þeim og jafnvel gera jólin þannig þokkalega veirufrí.

Hann segir kostina við þessa aðferð vera mjög mikla

þetta er algjörlega óþíþyngjandi aðferð, að þú sitjir heima hjá þér og takir svona próf tvisvar og þannig gætu jólin orðið eðlileg, mér finnst að við skuldum því fólki sem hefur atvinnu af því að fólk komi saman t,d tónlistar og veitingabransinn að við athugum hvort við getum ekki horft aðeins út fyrir kassann og gert eitthvað fyrir þetta fólk“ segir Ólafur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila