Afar brýnt að taka á vanda geðheilbrigðiskerfisins

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar

Það er afar brýnt að tekið verði með röggsömum hætti á vanda geðheilbrigðiskerfisins og útrýma þeim biðlistum sem vitað er að hafi safnast upp, meðal annars á barna og unglingageðdeild Landspítalans. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ágúst Ólafs Ágústssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ágúst segist hafa miklar áhyggjur meðal annars af þeim fjölda barna og unglinga sem séu látin bíða og sitja á hakanum og séu sett á biðlistann á sama tíma og sjálfsvígstíðni meðal barna og ungmenna fari stigvaxandi.

Hann segir að á meðan ekki sé tekið á þessu brýna máli sé ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin sé barnvæn, heldur þvert á móti. Ágúst bendir á að hér sé heilt ráðherraembætti sem sé sérmerktur málefnum barna og því skjóti það afar skökku við að geðheilbrigísmál barna séu í ólestri.

Þá segir Ágúst stöðu eldri borgara lítið betri, þar séu eldri borgarar margir einangraðir og líði illa, þá séu ótaldir aðrir þeir sem eiga við geðræna kvílla að stríða og eða sem á sama tíma stunda fíkniefnaneyslu.

” það deyja svo margir hér á landi af völdum sjálfsvíga árlega að þetta jafngildir því að heil farþegaþota farist árlega hér með öllum innanborðs”.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila