Afar ólíklegt að Úkraínudeilan endi með stríði

Það er afar ólíklegt að Úkraínudeilan endi með stríði því það er enginn sem hefði sérstakan hag af því að stríð brytist út. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vals Gunnarssonar sagnfræðings og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Valur bendir á að rússar myndi ekkert græða á því að fara í stríð heldur væri það mjög mikil áhætta fyrir þá, auk þess sem það sé fátt sem bendi til þess að rússar hafi sérstakan áhuga á að efna til átaka. Þá sé staðan í Úkraínu allt önnur en hún var þegar rússar tóku yfir Krímsskaga, þá hafi her Úkraínu verið afar götóttur þar sem spilltir leiðtogar höfðu selt nánast öll hergögn landsins:

„síðan það var þá er búið að vera að byggja upp og þjálfa herinn þannig hann er öflugri en áður og þá er lítið spennandi að leggja í orrustu við hann“ segir Valur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila