Afghanistan neitar að taka á móti meðborgurum sem vísað er burtu frá öðrum löndum

Ríkisstjórn Afghanistans tilkynnir í fréttatilkynningu að landið muni ekki lengur taka á móti meðborgurum sem er vísað brott frá Svíþjóð og öðrum löndum í Evrópu. Ákvörðunin gildir næstu þrjá mánuðina og er sagt að aukið ofbeldi og kórónufarsótt séu ástæðan.

Einnig er tilkynnt, að það sé „óviðeigandi“ í núverandi ástandi að vera að vísa afgönskum ríkisborgurum frá öðrum löndum. Straumar flóttamanna og innflutningur fólks eykst um þessar mundir til landsins. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að taka ekki lengur á móti eigin landsmönnum.

„Stöðvið allan fjárhagsstuðning til Afghanistan“

Maria Malmer Stenergard fulltrúi Móderata í innflytjendamálum hvetur sænsku ríkisstjórnina til að stöðva allar fjárgreiðslur til landsins og segir í viðtali við Expressen: „Við þurfum að hafa virkar brottvísanir til Afghanistan. Bæði þeirra sem er neitað um hæli í Svíþjóð og þeirra sem eru reknir úr landi vegna glæpa.“

Svíþjóð hefur áður reynt að fá afgönsku ríkisstjórnina til að falla frá kröfu um covid-próf til að taka á móti afgönskum glæpamönnum frá Svíþjóð. Í Svíþjóð er fólki í sjálfsvald sett að taka prófið og fangar og aðrir sem búið er að ákveða að vísað sé úr landi neita að láta taka covid-próf og þá er ekki hægt að vísa þeim úr landi.

Allt fleiri draga í efa að nokkur vilji sé til staðar hjá rauðgræðnu sænsku ríkisstjórninni að framfylgja brottvísunum. Maria Malmer Stenergard segir: „Við höfum ekki séð neinar framfarir. Ég hef sent skriflegar fyrirspurnir um hversu margar brottvísanir ríkisstjórnin hefur gert eftir fundi með afganaska sendiráðinu í Stokkhólmi en ekki fengið nein svör.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila