Afglæpavæðing fíkniefna er jaðarsetning og mannfyrirlitning á lokastigi

Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur sem gerir ráð fyrir afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum er lítið annað en jaðarsetning viðkvæmra hópa og mannfyrirlitning á lokastigi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Baldurs Borgþórssonar borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir litla hjálp að finna í því að fólk fái að dæla stórhættulegru eitri í æðar sínar, heldur sé um fárveikt fólk að ræða sem þurfi raunverulega hjálp sem felist í því að hjálpa því að takast á við fíknina en ekki fóðra hana, erfitt sé að koma auga á í hverju hin meinta hjálp felist gagnvart þessum viðkvæma hópi fólks.

Geta veifað neysluskömmtum framan í lögreglu á landamærunum

Þá bendir Baldur á atriði sem geta valdið lögregluyfirvöldum miklum vanda, sem sé sá að verði neysluskammtar afglæpavæddir þá geti komufarþegar hingað til lands með neysluskammta meðferðis

og þeir geta hreinlega veifað þessu framan í lögregluna og tollayfirvöld án þess að nokkuð sé hægt að aðhafast, því jú neysluskammturinn er orðinn löglegur

Þá bendir Baldur á fleiri atriði sem enn eru óskýr, til dæmis hvað eigi að gera ef opinber starfsmaður verði gripinn með neysluskammmt, ausjáanlega verði ekki hægt að vísa honum úr starfi þar sem hann hafi ekki gert neitt ólöglegt.

Hann segist vona að frumvarpið verði ekki samþykkt en segir fyrirsjáanlegt að verði frumvarpið samþykkt muni það verða til þess að fleiri komi til með að látast af völdum fíkniefnaneyslu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila