Enginn raunveruleg manngæska sem felst í að afglæpavæða neysluskammta

Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins

Það er engin raunveruleg manngæska að afglæpa neysluskammta fíkniefna líkt og Píratar vilja, heldur eykur það einungis hættuna á að þeir sem selji fíkniefnin séu látnir í friði. Þetta kom fram í máli Baldurs Borgþórssonar borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Baldur bendir einnig á að það sé afstætt hvað telst neysluskammtur enda sé eðli og áhrif fíkniefna ólík eftir tegundum

svo skiptir það máli hversu langt viðkomandi fíkill er leiddur, sumir fíklar sem eru mjög langt leiddir geta tekið til dæmis skammt sem gæti drepið tíu manns, svo það skiptir máli að skilgreina hvað menn eru að meina þegar talað er um neysluskammta„,segir Baldur.

Baldur segir að hann myndi vilja sjá að Portúgalska leiðin væri frekar farin hér á landi þar sem fyrirkomulagið sé á þann hátt að þeir sem séu teknir með fíkniefni í fórum sínum og eru undir áhrifum er boðin hjálp

og ef þeir neita í þriðja sinn þá eru menn færðir fyrir dómara og þeim gefinn kostur á að velja um hvort þeir fari í meðferð eða fangelsi„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila