Áhyggjuefni ef loftslagsmálin skyggi á önnur brýnni mál

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra

Það er áhyggjuefni ef loftslagsmálin verða aðal mál næstu ríkisstjórnar og skyggi á önnur mun brýnni mál. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Sigríður segir það afar sérstakt að settir séu gríðarlegir fjármunir í loftslagsmál hér á landi án þess að menn geti svarað því hver ávinningur þess sé.

Hún bendir á að hún hafi meðal annars spurt umhverfisráðherra hversu miklu 50 milljarða framlag sem sett hefur verið í loftslagsmál hér innanlands muni skila þegar kemur að losun kolefna og hann hafi svarað því til að hann vissi það ekki.

Þá segir Sigríður að það sama sé uppi á teningnum þegar hún hafi spurt um hversu miklu rafbílavæðingin hafi skilað hvað minni losun varðar, þar viti menn það ekki heldur. Aðspurð um hvort þessi áhersla á loftslagsmál sé vegna þrýstings erlendis frá telur Sigríður svo ekki vera, heldur sé hér um misskilda samstöðu að ræða, menn samþykki umhugsunarlaust að vera samstíga öðrum löndum sem séu á allt öðrum stað en Ísland þegar kemur að þessum málaflokki.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila