Áhyggjuefni fyrir alla Íslendinga að verið sé að framselja völd úr landi að þeim forspurðum

Arnar Þór Jónsson fyrrverandi héraðsdómari

Það er áhyggjuefni fyrir alla Íslendinga að verið sé að framselja völd úr landi yfir til Evrópu án þess að þeir hafi verið spurðir álits. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnar Þórs Jónssonar fyrrverandi héraðsdómara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir valdaframsalið vera ögrun við lýðræðið og að mikil hætta sé á ferðum. Hann bendir á að valdið geti á einu augabragði snúist gegn íslendingum og gegn íslenskum hagsmunum og þá geti verið afar erfitt að stöðva þá þróun:

hvar ætlum við þá að finna bremsurnar þegar við erum búin að vera í bremsulausum vagni í 30 ár ?“ spyr Arnar.

Arnar segir að eitt helsta áhyggjuefnið þó vera að enginn hafi vakið máls á þessu, heldur þegi bara í meðvirkni:

það hefur ekki einn af þeim þúsund lögfræðingum sem eru hér sagt þetta, ekki einn einasti maður, heldur bara kóa með í einhverri meðvirkni, það er einhver þráhyggja inni í dómarastéttinni að við eigum að ganga öll í sama takt og mögulega þráhyggja meðal lögmanna sem veldur því að enginn þorir að segja það sem er þó augljóst“ segir Arnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila