Mesta hættan er að skyldubólusetningar verði settar á eftir kosningar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sérfræðingur í heimilislækningum

Það kemur ekki á óvart að Biden forseti Bandaríkjanna hafi í ræðu í gær kynnt til sögunnar skyldubólusetningar gegn Covid. Þessi sama tilhneiging sé einnig víða í Evrópu og hér á landi er ákveðnum þvingunum beitt í þeim tilgangi að fólk láti bólusetja sig, jafnvel þó það sé þvert á vilja þess. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Karls Snæbjörnssonar sérfræðings í heimilislækningum í þættinum Fréttir vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðmundur segir að þetta sé til dæmis gert í opinbera geiranum, þar sé starfsmönnum hreinlega stillt upp við vegg af yfirmönnum og sagt hreinlega berum orðum við þá sem ekki vilja bólusetningu hvort þeir vilji vera ábyrgir fyrir því að bera inn smit inn í viðkomandi stofnun og valda jafnvel dauða einstaklinga.

Hann segir að þetta geti vart talist annað en þvingun þó hún sé ekki lögboðin, það sé þó ákvæði í sóttvarnalögum sem heimili yfirvöldum að þvinga fólk með því að taka það með valdi og bólusetja það.

Guðmundur bendir á að þróunin sé í þá átt að smám saman sé aukið við þvinganir sem þessar og hún eigi sér ekki stað aðeins innan opinbera geirans

ég hef séð bréf frá Félagi atvinnurekenda þar sem ýjað er að því að atvinnurekendur eigi að beita þessari sömu aðferð“ segir Guðmundur Karl.

Þá segir Guðmundur að þó allt sé látið líta vel út á yfirborðinu og rætt um afléttingar, meðal annars á landamærum sé það augljóslega kosningabragð, það sé ekki það sem hann óttist mest, heldur það sem á eftir komi.

“ mesta hættan er á að skyldubólusetningar verði settar á eftir kosningarnar“ segir Guðmundur.

Hefur áhyggjur af því að reynt sé að ná til foreldra með innrætingu hjá börnum

Hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af því að sóttvarnalæknir hafi kastað ábyrgðinni varðandi bólusetningar yfir á skólana

með innköllun fyrir börnin og kannski hægt að segja að þar gæti orðið innræting gagnvart því að komast að foreldrunum í gegnum börnin“ segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila