Ákvörðun um valdatöku WHO frestað til haustsins vegna andstöðu á þinginu

Andstaða afrískra fulltrúa á 75. Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf í Sviss þvinguðu fram óformlega umræðu um mögulegar breytingar á tillögum Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem veita Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO nýtt vald til að takast á við veirufaraldra. Þingið ákvað að stofna vinnuhóp, sem fer yfir tillögurnar og leggur fram niðurstöður sínar í september fyrir „skipulagsfund eigi síðar en 15. nóvember.“

Fulltrúar Afríku stöðvuðu samþykktina um valdatöku WHO yfir þjóðríkjum heims

The Epoch Times greinir frá þessu og hafði áður sagt frá 13 breytingartillögum Biden á heilbrigðisreglum, sem færa víðtækt vald til framkvæmdastjórans Tedros Adhanhom Ghebreysus. Tedros var kosinn framkvæmdastjóri næsta 5 ára kjörtímabil.

Samkvæmt breytingatillögunum getur framkvæmdastjórinn lýst yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum í hvaða landi sem er, án tillits til þess hvort embættismenn á staðnum séu sammála yfirlýsingunni eða ekki. Tedros hefði einnig heimild til að reiða sig á sönnunargögn frá öðrum aðilum en þeim, sem viðkomandi land samþykkir.

Hvorki fjölmiðlaskrifstofa samtakanna né bandaríska heilbrigðisráðuneytinu svöruðu beiðni Epoch Times um athugasemdir.

Starfsemi þings WHO fer fram af tveimur nefndum, sem samanstanda af fulltrúum frá 194 aðildarþjóðum. Biden tillögurnar voru fyrst teknar fyrir fyrr í vikunni af nefnd A, undir forsæti japanska fulltrúans Hiroki Nakatani.

Ferli þingsins er að leyfa fulltrúum að gera athugasemdir við og ræða tillögur og ef ekki heyrast andmæli teljast þær samþykktar. En þegar Biden tillögurnar voru fyrst ræddar fyrr í vikunni á þriðja fundi nefndar A, þá komu andmæli frá afrískum fulltrúum.

Moses Keetile, staðgengill fastaritara heilbrigðisráðuneytis Botsvana, sagði fyrir hönd Afríku:

„Afríkusvæðið deilir þeirri skoðun að ekki eigi að flýta ferlinu.“

„Framfarir hafi orðið á óformlegum viðræðum … en það virðist vera þörf á frekari umræðu og viðræður munu því halda áfram.“

Engin samstaða náiðst um málið á þinginu – nýr fundur boðaður fyrir 15. nóvember síðar í ár

James Rogulski, óháður blaðamaður og rannsakandi, sem fylgdist grannt með útsendingu þingsins í beinni, (sjá myndband neðar á síðunni) sagði:

„Einhverra hluta vegna gátu þeir [fulltrúar þingsins] ekki náð samstöðu, svo það virðist sem þeir ætli ekki einu sinni að fara með málið í ræðustólinn.

Þeir eru að setja upp annað skrifræði, – þeir ætla að búa til nýjan vinnuhóp um málið. Þeir ætla að taka við gögnum alls staðar að úr heiminum fyrir hugmyndum sínum um hvernig á að breyta þessum hlutum. Það á að vera tilbúið í september og þá lítur út fyrir að þeir ætli að halda annan fund í nóvember.“

Frekari upplýsingar um vinnuhópinn voru að finna í skýrslu Tedros til heimsþingsins um „Eflingu viðbúnaðar WHO fyrir og viðbrögð við neyðartilvikum í heilsu“ þar á meðal tilmæli til alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar að halda málinu áfram.

Í skýrslunni segir:

„Nýi vinnuhópurinn mun leggja fram breytingartillögurnar fyrir 30. september 2022. Allar slíkar breytingartillögur skulu sendar af forstjóranum til allra aðildarríkja án tafar; (d) ég óska ​​eftir því við vinnuhópinn [„Working Group on International Health Regulations“] WGIHR að boðað verði til skipulagsfundar eigi síðar en 15. nóvember 2022.“

Tillögur Biden-stjórnarinnar hafa vakið mikla reiði í Bandaríkjunum

Fyrr í vikunni vísaði Loyce Pace, aðstoðarráðherra bandaríska heilbrigðisráðuneytisins til Biden-breytinganna án þess að viðurkenna nauðsyn óformlegra samningaviðræðna. Pace sagði þinginu:

„Biden stjórnin trúir á þörfina fyrir sterk alþjóðleg tengsl til að berjast gegn COVID-19 og til að koma í veg fyrir og undirbúa sig fyrir heilsufarsástand í framtíðinni. Bandarískir embættismenn eru ánægðir að verið er að styrkja núverandi tæki sem WHO og öll aðildarríki hafa tiltæk.“

Tillögur Biden-stjórnarinnar hafa vakið upp mikla og vaxandi reiði í Bandaríkjunum og halda gagnrýnendur því fram, að breytingarnar jafngildi framsali á hluta bandarísks fullveldis til WHO í heilbrigðismálum. Gagnrýnendur lagabreytingarinnar telja afnám kröfunnar um að hafa samráð við viðkomandi þjóð áður en gripið er til aðgerða – eins og að lýsa yfir neyðarástandi lýðheilsu í viðkomandi landi – jafngildi einhliða veitingu valds til Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila