Algjörlega siðlaust að ætla nota skóla til Covid bólusetninga – Foreldrar óttast að börn verði sprautuð án samþykkis foreldra

Valgerður Snæland Jónsdótti, kennari, sérfræðingur í lesblindu og fyrrverandi skólastjóri.

Það er algjörlega siðlaust af hálfu stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda að hafa ætlað sér að nota skólana til Covid bólusetninga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Valgerðar Snæland Jónsdóttur sérkennslufulltrúa, lektors við Kennaraháskóla Íslands og fyrrverandi skólastjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Valgerður segir stórkostlegt að sjá kennara og skólastjórnendur rísa gegn þeirri fyrirætlan. Hún bendir á að fólk fái ekki upplýsingar um hverju sé verið að sprauta í fólk eða hverjar afleiðingarnar geti orðið.

Hún segist vita dæmi þess að Covid bólusetningar í skólum hafi valdið ótta og kvíða meðal foreldra barna

„Það að gera skólann að einhverri sprautustofnun er algerlega út í hött, það hafa margir foreldrar haft samband við mig sem kviðu því að láta börnin mæta í skólann og ég veit um foreldra sem hafa haldið börnum sínum heima núna þessa fyrstu daga af ótta við að þau verði sprautuð án þess að foreldrar séu spurðir“

Þá bendir Valgerður á að foreldrar séu settir í afar erfiða stöðu með því að þurfa að ákveða hvort börnin fari í bólusetning þar sem þeir geta í raun ekki tekið upplýsta ákvörðun þar sem þeir hafi ekki hugmynd um innihald efnanna.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila